Yfir tíu þúsund manns skráðu sig til leiks á síðasta ári, og hefur átakið vaxið í vinsældum með ári hverju. Allir geta tekið þátt í Meistaramánuði.
Þátttakendur átaksins setja sér sjálfir reglur. Í fyrra voru yngstu þátttakendurnir á leikskóla en sá elsti níræður, þannig að markmið fólks eru jafn ólík og þau eru mörg.
Stöð 2 verður svo með vikulegan þátt, líkt og í fyrra, þar sem þátttakendum er fylgt eftir, en hann verður í umsjón Birtu Björnsdóttur, fréttakonu Stöðvar 2.
Meðal markmiða sem fólk hefur sétt sér í gegnum árin eru:
- Lesa meira
- Ekki skoða símann upp í rúmi
- Heimsækja ömmu og afa oftar
- Sleppa áfengi allan mánuðinn
- Hætta að reykja
- Gera hluti sem það hefur lengi frestað eins og að panta tíma hjá tannlækninum
- Mála mynd á hverjum degi
- Spara pening
- Læra að elda eina mömmuuppskrift í viku
- Gera eitthvað uppbyggilegt með börnunum eða frændsystkinum
- Gera góðverk
- Ganga á eitt fjall í viku
Eins og fyrr segir er skráning hafin. Hægt er að skrá sig hér.
Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt í Meistaramánuði.
