Opið bréf til heilbrigðisráðherra Már Egilsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Háttvirtur heilbrigðisráðherra. Þetta bréf varðar framtíð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar til þess að bera undir þig tvær áríðandi spurningar sem ég vona að þú svarir sem fyrst.1) Hvernig samrýmist stefna Sjálfstæðisflokksins því að gerð sé a.m.k. 100 milljóna króna niðurskurðarkrafa til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins?Í stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskerfið segir: „Nauðsynlegt er að hverfa af braut þeirrar gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem heilbrigðisþjónustan hefur orðið að þola um árabil. Þar skal haft að leiðarljósi að heilbrigðisstarfsfólk okkar er hin raunverulegu verðmæti heilbrigðiskerfisins. Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðiskerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta. Heilsugæslan verði allajafna fyrsti viðkomustaður einstaklingsins við heilbrigðiskerfið en til þess að svo sé unnt verður að setja hana framar í forgang en gert hefur verið á liðnum árum.“2) Hvernig hyggst háttvirtur ráðherra bregðast við ófullnægjandi nýliðun í stétt heimilislækna? Úr upplýsingariti heilbrigðisráðuneytis um „Betri heilbrigðisþjónustu 2013-2017“ segir: „Nýliðun í heimilislækningum er ekki nægjanleg til að viðhalda óbreyttri stöðu.“ Samkvæmt könnun sem gerð var meðal lækna í sérnámi í heimilislæknum í október síðastliðnum hugnast nær engum að starfa í fullu starfi innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í framtíðinni. Þar eru launakjör stærsti þátturinn. Í október síðastliðnum héldum við fund þar sem við opinberuðum vandann sem blasir við. Ekkert hefur borið á aðgerðum frá ráðuneytinu. Nýverið, 4 mánuðum síðar, hefur þó stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis sýnt samstarfsvilja og boðað okkur til nefndarvinnu þar sem fara á í nánari útfærslur á tillögum okkar. Öll vonum við að þessari vinnu muni fylgja aðgerðir með stuðningi ráðuneytisins. Við uppbyggingu sérnáms í heimilislækningum á Íslandi hafa fáir aðilar unnið þrekvirki. Nú er þó farið að gæta mikillar óánægju meðal sérnámslækna í heimilislækningum en við höfum margar góðar hugmyndir til úrbóta. Við ungu læknarnir erum ráðnir í stöður sérfræðilækna. Við sjáum einir okkar liðs um sjúklingasamlög sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að heyra undir útskrifaðan sérfræðing í heimilislækningum. Annars staðar er algengt að sérfræðingur og læknir í sérnámi deili með sér samlagi sem býður upp á aukin námstækifæri og meira öryggi. Við erum ódýrara vinnuaflið og höfum sparað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla fjármuni. Þessu ættu stjórnendur og heilbrigðisráðherra að vara sig á að glutra niður. Bráðnauðsynlegt er að byggja undir sérnámið í heimilislækningum og gera það að aðlaðandi valmöguleika fyrir unga lækna. Varast ber þó sérstaklega að fjölga sérnámslæknum án þess að gera neitt annað. Slíkt væri ávísun á enn meiri óánægju og enn frekari atgervisflótta. Á næstu vikum er fyrirhugaður fundur sérnámslækna í heimilislækningum með fulltrúum úr framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Þar á að ræða aðgerðir til úrbóta á brýnum vanda. Þar munum við leggja fram og útfæra okkar tillögur að úrbótum. Eigi vel að takast til þarf að bregðast skjótt við tillögum okkar til þess að efla megi heilsugæsluna og halda nauðsynlegum starfskröftum innan hennar. Ég vona að þú leggir þitt af mörkum til þess að þetta megi verða að veruleika. Með kveðju, fyrir hönd sérnámslækna í heimilislækningum.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar