Lífið

Heilsuðust með faðmlagi og kossi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Harry prins hélt ræðu fyrir framan tólf þúsund skólakrakka í dag. Með honum var kærasta hans, Cressida Bones, en þetta er í fyrsta sinn sem kærustuparið sést opinberlega saman.

Viðburðurinn sem Harry talaði á heitir We Day og styður góðgerðarsamtökin Free The Children. Ásamt Harry talaði Malala Yousafzai.

Harry talaði í sex mínútur og eftir ræðuna hitti hann Cressidu sína á sérstöku VIP-svæði. Þar heilsuðust þau með faðmlagi og kossi og voru alls ekki feimin við að tjá ást sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.