Innlent

Eldur í Hámu - Myndir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mikið vatn sprautaðist úr sjálfvirku úðakerfi Háskólatorgs.
Mikið vatn sprautaðist úr sjálfvirku úðakerfi Háskólatorgs. vísir/daníel
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Háskólatorgi í Reykjavík um klukkan 20 í kvöld er eldur kom upp í eldhúsi Hámu, matsölu stúdenta. Einum var bjargað úr reykjarkófi á torginu en aðrir höfðu þá komist út. Manninum varð ekki meint af.

Þegar slökkvilið bar að garði var búið að slökkva eldinn að hluta en slökkviliðsmenn réðu niðurlögum hans fljótt og örugglega, að sögn slökkviliðs.

Reykræstingu lauk á tólfta tímanum í kvöld og ekki er vitað um skemmdir. Mikið vatn var þó á gólfi torgsins eftir sjálfvirkt úðakerfi sem farið hafði í gang. Eldsupptök eru ókunn.

Ljósmyndari Vísis var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Myndband frá torginu má svo sjá hér.

Reykræstingu lauk á tólfta tímanum í kvöld.vísir/daníel
Slökkviliðsmenn að störfum.vísir/daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×