Innlent

Búið að slökkva eld á Háskólatorgi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Háskólatorgi í Reykjavík um klukkan 20 vegna tilkynningar um eld í Hámu, matsölu stúdenta.

Staðurinn var rýmdur og búið er að slökkva eldinn að sögn slökkviliðs. Eldurinn kom upp í eldhúsi en tilkynning barst frá Stúdentakjallaranum. Það var þó enginn eldur í Stúdentakjallaranum eins og sagt var frá í fyrstu.

Slökkviliðsmenn vinna nú að reykræstingu en miklar skemmdir eru sagðar hafa orðið vegna reyks og vatns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×