Flutti 15 sinnum á 15 árum Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. mars 2014 12:30 Eik Gísladóttir er komin heim eftir 15 ára flakk. Vísir/Stefán Það má líta á þetta þannig að það snýst allt um atvinnumanninn á meðan á ferli hans stendur. Og nú er minn tími kominn,“ segir Eik Gísladóttir og skellihlær smitandi hlátri. Eik er grafískur hönnuður, hárgreiðslukona með skotveiðileyfi og eiginkona Heiðars Helgusonar, fyrrverandi atvinnumanns og landsliðsmanns í knattspyrnu. Hjónin eru nýflutt heim eftir 15 ára dvöl erlendis með þrjá stráka og helling af lífreynslu í farteskinu ef marka má frásagnir Eikar. Hún segir heimkomunni fylgja vellíðan og öll fjölskyldan sé sammála um að hér vilji þau vera.Glansmyndin af atvinnumannslífinu „Eftir fimmtán ár erlendis fann ég að þetta var komið gott. Ekki misskilja mig, mér fannst æði að vera úti og það var frábært ævintýri. Mig langaði hins vegar að strákarnir mínir yrðu íslenskir. Við Heiðar vorum orðin ryðguð í íslenskunni og strákarnir okkar orðnir miklir Englendingar. Þeir töluðu íslensku aðeins við okkur inni á heimilinu og orðaforði okkar hafði minnkað í samræmi við það. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að þeir kunni íslenskuna almennilega enda er menntun númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Þannig er ég alin upp.“ Eik flutti heim einu ári á undan Heiðari með strákana en honum var boðinn samningur sem hann gat ekki neitað hjá Cardiff í Wales. Eik fannst mikilvægt að Aron, elsti sonur þeirra sem var þá 13 ára, færi í íslenskt skólakerfi í 8., 9. og 10. bekk þar sem málfræðin var tekin fyrir enda alltaf stefnan að enda heima. Fótboltalífinu getur oft fylgt mikið rót og flutningar. „Það er ákveðin menning sem fylgir fótboltanum á Englandi og margir eru með einhverja glansmynd af því lífi. Það var alveg kampavín og flottir veitingastaðir með frægu fólki stundum en það er erfitt að festa rætur í þessum lífsstíl. Fjölskyldan og heimilislífið er það sem skiptir máli þegar upp er staðið. Við fluttum 15 sinnum á 15 árum. Alltaf þegar ég var kannski byrjuð að læra eða komin með vinnu á einum stað kom eitthvað upp, nýtt lið, nýr bær og nýtt fólk. Það er alveg gaman en líka þreytandi til lengdar. Mér finnst frábært að vera komin á stað þar sem við getum orðið eldgömul og þurfa ekki sífellt að vera að hugsa um hvert ég flytji næst og hvenær. Þetta land sem við eigum er einstakt og ég er stoltur Íslendingur. Sálufélagar Eik er úr Árbænum. Íþróttastelpa í húð og hár sem stefndi á lækninn eða matvælafræði í Háskólanum. Það er mikið um menntafólk í fjölskyldunni en Eik og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í komandi kosningum, eru systkinabörn. „Hann er átrúnaðargoðið mitt og ég lít mjög mikið upp til hans og fjölskyldunnar hans. Sú aðdáun hófst þegar ég var 14 ára og lá inni á spítala en Dagur var svo góður að heimsækja mig reglulega með segulbandsspólur með nýjum leikritum til að stytta mér stundir. Mér þótti voðalega vænt um það.“ Þegar Eik kynntist Heiðari var hún 22 ára gömul og vann sem þjálfari hjá Jónínu Ben í stöðinni Planet Pulse, sem var og hét, og á leiðinni í háskóla. „Ég var alls ekki á leiðinni í samband þegar ég kynntist Heiðari sem var þá 19 ára stráklingur. Ég var nýbúin að slíta trúlofun og fór að leigja með frænku hans. Svo einn morguninn vaknaði ég við það að hann var búinn að læðast inn til mín. Hann sagðist hafa verið að flýja stelpur sem voru í partíi sem var heima hjá okkur um nóttina en ég held að hann hafi verið búinn að plana þetta enda var ég framan á einhverju blaði á þessum tíma og hann líklega með augastað á mér,“ segir Eik hlæjandi og heldur áfram að rifja upp. „Hann heillaði mig strax upp úr skónum. Við erum eins og svart og hvítt og gott dæmi um það hvernig andstæður laðast hvor að annarri. Ég er mikil félagsvera og hef gaman af því að vera á ferð og flugi. Heiðar aftur á móti hefur oft sagt að hann gæti vel hugsað sér að verða svona einbúi eins og Gísli á Uppsölum. Þannig að við mætumst á miðri leið sem er gott fyrir okkur bæði. Við erum sálufélagar.“ Bónorð á fæðingardeildinni Eik og Heiðar byrjuðu á því að flytja til Noregs þar sem Heiðar spilaði með knattspyrnufélaginu Lilleström og sló í gegn. Frumburður þeirra, Aron, fæddist þar árið 1999 en það var erfið fæðing og eyddu þau mæðginin nokkrum dögum á vökudeildinni í Noregi. „Hann fæddist 2,3 kg með naflastrenginn vafinn þrisvar sinnum um hálsinn og einu sinni um magann. Það var alveg svakalegt og kannski sérstaklega að upplifa það tvö ein fjarri fjölskyldunni með fyrsta barn,“ segir Eik sem fékk bónorð frá kærastanum á fæðingardeildinni. „Þegar Aron fæddist varð hann sjálfkrafa Gísladóttir sem Heiðari fannst skrítið. Hjúkrunarkonan sagði honum að svona væri þetta vegna þess að við værum ekki gift og ef ég félli frá hefði fjölskylda mín allan rétt á barninu og Heiðar engan. Heiðar sagði að við yrðum að giftast, sem við gerðum stuttu síðar í ráðhúsinu að viðstöddum tveimur vitnum. Ég var meira að segja í hvítum buxum en ekki kjól,“ rifjar Eik upp hlæjandi og bætir við að vinir og vandamenn séu enn þá að rukka þau um brúðkaupsveisluna sem aldrei hefur verið haldin. „Ég verð fertug á næsta ári svo þá verður heljarinnar fjör.”Gaman á leikjum. „Hér erum við með pabba mínum og stjúpmömmu fyrir leik hjá Heiðari hjá QPR." Leið vel á Englandi Eftir tvö ár í Noregi lá leiðin til Englands þar sem fjölskyldan ílengdist í ein 13 ár. Eik grunaði ekki að búseta þeirra erlendis yrði svona löng þegar hún flutti fyrst út en henni líkaði mjög vel við England. „Það eru kostir og gallar við England en mér líkaði vel. Kosturinn fólst helst í því að við vorum svo mikið saman fjölskyldan. Heiðar var á tveggja tíma æfingum á dag og eyddi öllum hinum tímanum með okkur. Þar var bara farið á skipulögð „playdate“ með börnum foreldra sem við náðum saman við en ekki endilega að börnunum semdi svo vel. Það var því mikið frelsi fyrir strákana að koma heim til Íslands og hlaupa um hverfið með sínum vinum.“ Á Englandi hópuðu Íslendingarnar sig líka saman sem Eik segir að hafi verið eins og fjölskyldan þeirra úti. Konurnar áttu það sameiginlegt að mennirnir voru í sama faginu og flakkandi um knattspyrnuvelli Englands. „Þetta var eins og fjölskyldan okkar úti. Við eyddum saman jólum, áramótum, sunnudögum og fórum í frí saman. Alveg nauðsynlegt.“Orðin sjómannsfrú Fjölskyldan hefur hreiðrað um sig í fallegu húsi í Laugardalnum þar sem Eik stjórnar karlaheimilinu með harðri hendi. Allir eru þeir í íþróttum svo hún losnar ekkert við íþróttahallirnar og knattspyrnuvellina í bráð. Eik kveðst vera mikil strákastelpa og hefur mjög gaman af því að vera eina konan á heimilinu í bili. „Ég stefni að því að verða besta tengdamamman, alltaf hress og ekki of ströng. Ég hlakka mikið til að takast á við það hlutverk en fleiri verða börnin ekki. Þetta er gott svona.“ Eik er ævintýragjörn og óhrædd við að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. Fyrr í haust bauðst henni að taka þátt í að stofna Kvennablaðið ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og Soffíu Steingrímsdóttur og var það mikil reynsla. „Það var mjög gaman að fá að taka þátt í þessum með Steinunni Ólínu enda var þetta hennar verkefni. Nú er ég að leita mér að nýjum áskorunum og get alveg eins hugsað mér að fara í 9-5 vinnu eða stofna mitt eigið, kannski í tengslum við ferðaþjónustu. Fyrir mig skiptir mestu máli að vera innan um skemmtilegt fólk. Þannig nýt ég mín best.“ Eiginmaðurinn Heiðar hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna en í staðinn keypti hann lítinn fiskibát sem hann gerir út frá Hafnarfirði. „Já, nú er ég orðin sjómannsfrú. Heiðar er frá Dalvík og það eru margir sjómenn í ættinni hans og þetta hans draumur. Hann leigir kvóta, hann var einmitt að klára hann í vikunni þegar hann landaði þremur tonnum af fiski. Nú auglýsir hann eftir kvóta til kaups, þú mátt endilega láta það koma fram,“ segir hún hlæjandi að lokum. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Það má líta á þetta þannig að það snýst allt um atvinnumanninn á meðan á ferli hans stendur. Og nú er minn tími kominn,“ segir Eik Gísladóttir og skellihlær smitandi hlátri. Eik er grafískur hönnuður, hárgreiðslukona með skotveiðileyfi og eiginkona Heiðars Helgusonar, fyrrverandi atvinnumanns og landsliðsmanns í knattspyrnu. Hjónin eru nýflutt heim eftir 15 ára dvöl erlendis með þrjá stráka og helling af lífreynslu í farteskinu ef marka má frásagnir Eikar. Hún segir heimkomunni fylgja vellíðan og öll fjölskyldan sé sammála um að hér vilji þau vera.Glansmyndin af atvinnumannslífinu „Eftir fimmtán ár erlendis fann ég að þetta var komið gott. Ekki misskilja mig, mér fannst æði að vera úti og það var frábært ævintýri. Mig langaði hins vegar að strákarnir mínir yrðu íslenskir. Við Heiðar vorum orðin ryðguð í íslenskunni og strákarnir okkar orðnir miklir Englendingar. Þeir töluðu íslensku aðeins við okkur inni á heimilinu og orðaforði okkar hafði minnkað í samræmi við það. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að þeir kunni íslenskuna almennilega enda er menntun númer eitt, tvö og þrjú hjá mér. Þannig er ég alin upp.“ Eik flutti heim einu ári á undan Heiðari með strákana en honum var boðinn samningur sem hann gat ekki neitað hjá Cardiff í Wales. Eik fannst mikilvægt að Aron, elsti sonur þeirra sem var þá 13 ára, færi í íslenskt skólakerfi í 8., 9. og 10. bekk þar sem málfræðin var tekin fyrir enda alltaf stefnan að enda heima. Fótboltalífinu getur oft fylgt mikið rót og flutningar. „Það er ákveðin menning sem fylgir fótboltanum á Englandi og margir eru með einhverja glansmynd af því lífi. Það var alveg kampavín og flottir veitingastaðir með frægu fólki stundum en það er erfitt að festa rætur í þessum lífsstíl. Fjölskyldan og heimilislífið er það sem skiptir máli þegar upp er staðið. Við fluttum 15 sinnum á 15 árum. Alltaf þegar ég var kannski byrjuð að læra eða komin með vinnu á einum stað kom eitthvað upp, nýtt lið, nýr bær og nýtt fólk. Það er alveg gaman en líka þreytandi til lengdar. Mér finnst frábært að vera komin á stað þar sem við getum orðið eldgömul og þurfa ekki sífellt að vera að hugsa um hvert ég flytji næst og hvenær. Þetta land sem við eigum er einstakt og ég er stoltur Íslendingur. Sálufélagar Eik er úr Árbænum. Íþróttastelpa í húð og hár sem stefndi á lækninn eða matvælafræði í Háskólanum. Það er mikið um menntafólk í fjölskyldunni en Eik og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í komandi kosningum, eru systkinabörn. „Hann er átrúnaðargoðið mitt og ég lít mjög mikið upp til hans og fjölskyldunnar hans. Sú aðdáun hófst þegar ég var 14 ára og lá inni á spítala en Dagur var svo góður að heimsækja mig reglulega með segulbandsspólur með nýjum leikritum til að stytta mér stundir. Mér þótti voðalega vænt um það.“ Þegar Eik kynntist Heiðari var hún 22 ára gömul og vann sem þjálfari hjá Jónínu Ben í stöðinni Planet Pulse, sem var og hét, og á leiðinni í háskóla. „Ég var alls ekki á leiðinni í samband þegar ég kynntist Heiðari sem var þá 19 ára stráklingur. Ég var nýbúin að slíta trúlofun og fór að leigja með frænku hans. Svo einn morguninn vaknaði ég við það að hann var búinn að læðast inn til mín. Hann sagðist hafa verið að flýja stelpur sem voru í partíi sem var heima hjá okkur um nóttina en ég held að hann hafi verið búinn að plana þetta enda var ég framan á einhverju blaði á þessum tíma og hann líklega með augastað á mér,“ segir Eik hlæjandi og heldur áfram að rifja upp. „Hann heillaði mig strax upp úr skónum. Við erum eins og svart og hvítt og gott dæmi um það hvernig andstæður laðast hvor að annarri. Ég er mikil félagsvera og hef gaman af því að vera á ferð og flugi. Heiðar aftur á móti hefur oft sagt að hann gæti vel hugsað sér að verða svona einbúi eins og Gísli á Uppsölum. Þannig að við mætumst á miðri leið sem er gott fyrir okkur bæði. Við erum sálufélagar.“ Bónorð á fæðingardeildinni Eik og Heiðar byrjuðu á því að flytja til Noregs þar sem Heiðar spilaði með knattspyrnufélaginu Lilleström og sló í gegn. Frumburður þeirra, Aron, fæddist þar árið 1999 en það var erfið fæðing og eyddu þau mæðginin nokkrum dögum á vökudeildinni í Noregi. „Hann fæddist 2,3 kg með naflastrenginn vafinn þrisvar sinnum um hálsinn og einu sinni um magann. Það var alveg svakalegt og kannski sérstaklega að upplifa það tvö ein fjarri fjölskyldunni með fyrsta barn,“ segir Eik sem fékk bónorð frá kærastanum á fæðingardeildinni. „Þegar Aron fæddist varð hann sjálfkrafa Gísladóttir sem Heiðari fannst skrítið. Hjúkrunarkonan sagði honum að svona væri þetta vegna þess að við værum ekki gift og ef ég félli frá hefði fjölskylda mín allan rétt á barninu og Heiðar engan. Heiðar sagði að við yrðum að giftast, sem við gerðum stuttu síðar í ráðhúsinu að viðstöddum tveimur vitnum. Ég var meira að segja í hvítum buxum en ekki kjól,“ rifjar Eik upp hlæjandi og bætir við að vinir og vandamenn séu enn þá að rukka þau um brúðkaupsveisluna sem aldrei hefur verið haldin. „Ég verð fertug á næsta ári svo þá verður heljarinnar fjör.”Gaman á leikjum. „Hér erum við með pabba mínum og stjúpmömmu fyrir leik hjá Heiðari hjá QPR." Leið vel á Englandi Eftir tvö ár í Noregi lá leiðin til Englands þar sem fjölskyldan ílengdist í ein 13 ár. Eik grunaði ekki að búseta þeirra erlendis yrði svona löng þegar hún flutti fyrst út en henni líkaði mjög vel við England. „Það eru kostir og gallar við England en mér líkaði vel. Kosturinn fólst helst í því að við vorum svo mikið saman fjölskyldan. Heiðar var á tveggja tíma æfingum á dag og eyddi öllum hinum tímanum með okkur. Þar var bara farið á skipulögð „playdate“ með börnum foreldra sem við náðum saman við en ekki endilega að börnunum semdi svo vel. Það var því mikið frelsi fyrir strákana að koma heim til Íslands og hlaupa um hverfið með sínum vinum.“ Á Englandi hópuðu Íslendingarnar sig líka saman sem Eik segir að hafi verið eins og fjölskyldan þeirra úti. Konurnar áttu það sameiginlegt að mennirnir voru í sama faginu og flakkandi um knattspyrnuvelli Englands. „Þetta var eins og fjölskyldan okkar úti. Við eyddum saman jólum, áramótum, sunnudögum og fórum í frí saman. Alveg nauðsynlegt.“Orðin sjómannsfrú Fjölskyldan hefur hreiðrað um sig í fallegu húsi í Laugardalnum þar sem Eik stjórnar karlaheimilinu með harðri hendi. Allir eru þeir í íþróttum svo hún losnar ekkert við íþróttahallirnar og knattspyrnuvellina í bráð. Eik kveðst vera mikil strákastelpa og hefur mjög gaman af því að vera eina konan á heimilinu í bili. „Ég stefni að því að verða besta tengdamamman, alltaf hress og ekki of ströng. Ég hlakka mikið til að takast á við það hlutverk en fleiri verða börnin ekki. Þetta er gott svona.“ Eik er ævintýragjörn og óhrædd við að stökkva á tækifærin þegar þau bjóðast. Fyrr í haust bauðst henni að taka þátt í að stofna Kvennablaðið ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og Soffíu Steingrímsdóttur og var það mikil reynsla. „Það var mjög gaman að fá að taka þátt í þessum með Steinunni Ólínu enda var þetta hennar verkefni. Nú er ég að leita mér að nýjum áskorunum og get alveg eins hugsað mér að fara í 9-5 vinnu eða stofna mitt eigið, kannski í tengslum við ferðaþjónustu. Fyrir mig skiptir mestu máli að vera innan um skemmtilegt fólk. Þannig nýt ég mín best.“ Eiginmaðurinn Heiðar hefur nú lagt fótboltaskóna á hilluna en í staðinn keypti hann lítinn fiskibát sem hann gerir út frá Hafnarfirði. „Já, nú er ég orðin sjómannsfrú. Heiðar er frá Dalvík og það eru margir sjómenn í ættinni hans og þetta hans draumur. Hann leigir kvóta, hann var einmitt að klára hann í vikunni þegar hann landaði þremur tonnum af fiski. Nú auglýsir hann eftir kvóta til kaups, þú mátt endilega láta það koma fram,“ segir hún hlæjandi að lokum.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira