Lífið

Snýr aftur í Grey's Anatomy

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Isaiah Washington snýr aftur í sjónvarpsþættina Grey's Anatomy í vor, þó aðeins til að leika í einum þætti.

Isaiah lék lækninn Preston Burke í þremur þáttaröðum en var rekinn árið 2007 þegar hann talaði niðrandi um kynhneigð samleikara síns, T.R. Knight.

Síðast þegar aðdáendur þáttanna sáu Preston var hann í þann mund að kvænast unnustu sinni Cristinu Yang, sem leikin er af Söndru Oh, en yfirgaf hana við altarið.

Isaiah hefur ekki verið áberandi síðustu ár en hann leikur nú í þáttunum The 100 á sjónvarpsstöðinni CW sem frumsýndir verða 19. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.