Fjárhættuspilin upp á yfirborðið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. apríl 2014 07:00 Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson þingmaður hefur ásamt fleiri alþingismönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð lagt fram frumvarp um að heimila starfsemi spilavíta (eða spilahalla eins og þau eru kölluð í frumvarpinu). Í frumvarpinu er gengið út frá að spilavítin þyrftu sérstakt leyfi frá ráðherra. Ströng skilyrði yrðu sett fyrir veitingu leyfanna, meðal annars um gegnsæi eignarhalds, og opinbert eftirlit haft með starfseminni. Meðal skilyrða sem frumvarpshöfundar vilja setja er að spilavítin hleypi ekki inn fólki yngra en 21 árs, að skrá skuli upplýsingar um viðskiptavinina, að þeim sem taldir eru glíma við spilafíkn séu kynnt úrræði og meðferð við henni og að viðskiptavinirnir geti sjálfir beðið um að þeim sé meinaður aðgangur að spilahöllinni. Í greinargerð frumvarpsins segja flutningsmenn í fyrsta lagi að starfræksla spilavíta myndi efla ferðaþjónustu, í öðru lagi að hún myndi afla aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og í þriðja lagi væri hægt að „koma starfsemi sem þegar þrífst á Íslandi í undirheimum og á netinu undir eftirlit, veita viðskiptavinum réttarvernd og senda skýr skilaboð um hverjir það eru sem eiga erindi til að stunda fjárhættuspil.“ Það er ekki sízt síðasti punkturinn sem er mikilvægur. Andstaða við lögleiðingu spilavíta hefur verið mikil og fylgjendur áframhaldandi banns hafa bent á það böl sem spilafíkn er, en talið er að einhverjar þúsundir Íslendinga kunni að vera haldnar henni. Í greinargerð með frumvarpinu er hins vegar bent á hræsnina, tvískinnunginn og feluleikina varðandi fjárhættuspil á Íslandi, sem blasa við hverjum sem vill sjá. Á Íslandi er happdrætti, lottó og getraunir leyft með sérlögum, sömuleiðis spila- og söfnunarkassar. Þá er aðgangur að erlendum veðmála- og spilasíðum á netinu auðveldur og nánast engin leið fyrir yfirvöld að takmarka hann. Loks eru starfræktir ólöglegir spilasalir, en sú starfsemi „stendur utan alls eftirlits í eins konar svartholi“ eins og segir í greinargerðinni. Spilafíklarnir hafa því nóg við að vera. Gera má ráð fyrir að meirihluti þeirra sem myndu heimsækja lögleg spilavíti séu ekki neinir spilafíklar. Margir geta spilað fjárhættuspil án þess að ánetjast þeim. Það er engin ástæða til að banna einhverja starfsemi af því að minnihluti á í vanda. Stefnan varðandi fjárhættuspilin hefur byggzt á svipuðum misskilningi og áfengispólitíkin í landinu; reynt er að takmarka alla notkun í stað þess að einbeita sér að því að fást við misnotkunina. Spilavítabannið er sambærilegt við annan þátt áfengispólitíkurinnar; bannið við áfengisauglýsingum. Í lögunum er gert ráð fyrir að þær séu ekki til, þótt þær séu í raun út um allt, og þess vegna eru þeim ekki sett nein skilyrði og þær ekki undir neinu eftirliti. Það er full ástæða til að lögleiða spilavítin og koma þannig því sem í dag er neðanjarðarstarfsemi upp á yfirborðið. Um leið á að nota tækifærið til að ná til spilafíklanna og nota hluta af tekjunum sem munu koma inn af starfseminni til að fjármagna meðferð þeirra. Það er miklu skynsamlegri stefna en að loka augunum fyrir tilvist fjárhættuspila á Íslandi.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun