Fallegur fálki vekur mikla athygli á Koli Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. janúar 2014 10:30 Inga María Brynjarsdóttir listakona stendur hér með fálkanum sínum. fréttablaðið/pjetur „Þetta tekur á og ég er líka drulluskítug upp fyrir haus,“ segir hin 33 ára gamla myndlistarkona og teiknari Inga María Brynjarsdóttir, sem er þessa dagana að leggja lokahönd á listaverk sem hún er að gera fyrir veitingastaðinn Kol Restaurant. Um er að ræða mikinn og stóran fálka sem prýðir einn vegg staðarins. „Við vildum fá fálka því hann er svo íslenskur og fallegur. Ég vissi að Inga María væri vel kunnug því að teikna dýr og sá á fyrri verkum hennar hversu fábær hún er,“ segir Óli Már Ólason, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur staðarins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski. Inga María málar fálkann með fingrunum og sleppir öllum penslum og öðrum verkfærum. „Ég nota kol og þurrpastel sem eru í krítarformi og skelli þeim á vegginn. Ég nota bara puttana við að koma þessu upp á vegginn. Ég þarf líka mikið af fixatívi til að festa þetta við vegginn,“ útskýrir Inga María. Hún segist kunna vel við þessa aðferð og segist njóta sín mjög vel svona grútskítug. Það er ótrúlegt að það hafi einungis tekið Ingu Maríu viku að skapa þetta fallega listaverk en fálkinn er mjög stór eins og myndin sýnir. „Þetta verk leyfir engin mistök því um leið og ég set þetta á vegginn þá er þetta þar. Það er kannski pínu heppni að hann skyldi haldast í hlutföllum,“ segir Inga María hress í bragði en hún gerir ráð fyrir að fullklára verkið í vikunni. Hún hefur teiknað í mörg ár en hefur minna verið í því að skreyta svona stóra veggi og meira teiknað á pappír. Gert er ráð fyrir að staðurinn verði opnaður eftir um það bil tvær vikur. Staðurinn er við Skólavörðustíg 40. Hönnun hans er í höndum Leifs Welding og hans fólks, og er hugmyndin að baki henni að blanda saman hlýlegu nútímalegu íslensku yfirbragði með alþjóðlegu ívafi þar sem ljós og húsgögn frá Tom Dixon fá að njóta sín til fulls. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
„Þetta tekur á og ég er líka drulluskítug upp fyrir haus,“ segir hin 33 ára gamla myndlistarkona og teiknari Inga María Brynjarsdóttir, sem er þessa dagana að leggja lokahönd á listaverk sem hún er að gera fyrir veitingastaðinn Kol Restaurant. Um er að ræða mikinn og stóran fálka sem prýðir einn vegg staðarins. „Við vildum fá fálka því hann er svo íslenskur og fallegur. Ég vissi að Inga María væri vel kunnug því að teikna dýr og sá á fyrri verkum hennar hversu fábær hún er,“ segir Óli Már Ólason, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur staðarins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski. Inga María málar fálkann með fingrunum og sleppir öllum penslum og öðrum verkfærum. „Ég nota kol og þurrpastel sem eru í krítarformi og skelli þeim á vegginn. Ég nota bara puttana við að koma þessu upp á vegginn. Ég þarf líka mikið af fixatívi til að festa þetta við vegginn,“ útskýrir Inga María. Hún segist kunna vel við þessa aðferð og segist njóta sín mjög vel svona grútskítug. Það er ótrúlegt að það hafi einungis tekið Ingu Maríu viku að skapa þetta fallega listaverk en fálkinn er mjög stór eins og myndin sýnir. „Þetta verk leyfir engin mistök því um leið og ég set þetta á vegginn þá er þetta þar. Það er kannski pínu heppni að hann skyldi haldast í hlutföllum,“ segir Inga María hress í bragði en hún gerir ráð fyrir að fullklára verkið í vikunni. Hún hefur teiknað í mörg ár en hefur minna verið í því að skreyta svona stóra veggi og meira teiknað á pappír. Gert er ráð fyrir að staðurinn verði opnaður eftir um það bil tvær vikur. Staðurinn er við Skólavörðustíg 40. Hönnun hans er í höndum Leifs Welding og hans fólks, og er hugmyndin að baki henni að blanda saman hlýlegu nútímalegu íslensku yfirbragði með alþjóðlegu ívafi þar sem ljós og húsgögn frá Tom Dixon fá að njóta sín til fulls.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira