Orðuð við Óskarinn Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:00 Leikkonan Reese witherspoon í hlutverki sínu í myndinni Wild. Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Reese Witherspoon segir að hlutverk hennar í kvikmyndinni Wild hafi verið mesta áskorunin á ferli hennar hingað til. Myndin fjallar um unga konu sem fer í 2.000 kílómetra gönguferð yfir Pacific Crest gönguveginn í Bandaríkjunum. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert út af ýmsum ástæðum,“ sagði Witherspoon við fréttamenn BBC eftir Evrópufrumsýninguna á myndinni. Witherspoon sagði upptökurnar hafa verið afar líkamlega og andlega erfiðar. „Kynlífsatriðin voru það erfiðasta fyrir mig. Ég hef aldrei þurft að gera neitt slíkt á ævinni minni. Ég þurfti að gera allt það sem þú sérð í myndinni sjálf, líka það sem lét mér líða óþægilega, af því að myndin fjallar um tilfinningalega einlægni,“ segir Witherspoon, sem var einnig meðframleiðandi myndarinnar. Hún hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu fyrir leik sinn en hún hlaut verðlaunin árið 2006 fyrir hlutverk sitt sem June Carter Cash, eiginkona Johnny Cash í Walk The Line. Wild, sem byggð er á sjálfsævisögu Cheryl Strayed, Wild: From Lost to Found on the Pacific Crest Trail, fjallar um ungan rithöfund sem ákveður að ganga veginn Pacific Crest einn á báti til að komast yfir skilnað, dauða móður sinnar og margra ára heróínneyslu. Witherspoon segir að það hafi hjálpað mikið að hin raunverulega Cheryl Strayed hafi verið viðstödd upptökunar. „Á margan hátt var ég dálítið hrædd við að hún væri að fylgjast með og dæma mig. En það hjálpaði mér á endanum að komast inn í hlutverkið,“ segir hún. Strayed segir að samtölin sem hún átti við Witherspoon hafi ekki fjallað mikið um myndina sjálfa. „Við töluðum um líf okkar, æskuna og samböndin okkar, það að vera móðir – allt frá því hversdagslega yfir í hið háleita,“ segir hún. „Það var eitthvað talað um hvernig væri best að binda bakpokann en það var mikilvægara að opna okkur fyrir hvorri annarri.“ Witherspoon segir að bakpokinn hennar hafi verið fylltur af þungu efni til að gera hreyfingar hennar raunverulegri. Breski rithöfundurinn Nick Hornby, sem skrifaði handritið, segir að Wild sé ekki týpísk „chick flick“ eins og þær kallast. „Hún fjallar um sorg, heróínfíkn, lauslæti og það að vera mjög sterk/ur líkamlega og andlega,“ segir Hornby, sem skrifaði meðal annars bækurnar High Fidelity og Fever Pitch. „Þannig að hún er ekki eins og nein „chick flick“ sem ég hef nokkurn tímann séð.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Reese Witherspoon segir að hlutverk hennar í kvikmyndinni Wild hafi verið mesta áskorunin á ferli hennar hingað til. Myndin fjallar um unga konu sem fer í 2.000 kílómetra gönguferð yfir Pacific Crest gönguveginn í Bandaríkjunum. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert út af ýmsum ástæðum,“ sagði Witherspoon við fréttamenn BBC eftir Evrópufrumsýninguna á myndinni. Witherspoon sagði upptökurnar hafa verið afar líkamlega og andlega erfiðar. „Kynlífsatriðin voru það erfiðasta fyrir mig. Ég hef aldrei þurft að gera neitt slíkt á ævinni minni. Ég þurfti að gera allt það sem þú sérð í myndinni sjálf, líka það sem lét mér líða óþægilega, af því að myndin fjallar um tilfinningalega einlægni,“ segir Witherspoon, sem var einnig meðframleiðandi myndarinnar. Hún hefur verið orðuð við Óskarstilnefningu fyrir leik sinn en hún hlaut verðlaunin árið 2006 fyrir hlutverk sitt sem June Carter Cash, eiginkona Johnny Cash í Walk The Line. Wild, sem byggð er á sjálfsævisögu Cheryl Strayed, Wild: From Lost to Found on the Pacific Crest Trail, fjallar um ungan rithöfund sem ákveður að ganga veginn Pacific Crest einn á báti til að komast yfir skilnað, dauða móður sinnar og margra ára heróínneyslu. Witherspoon segir að það hafi hjálpað mikið að hin raunverulega Cheryl Strayed hafi verið viðstödd upptökunar. „Á margan hátt var ég dálítið hrædd við að hún væri að fylgjast með og dæma mig. En það hjálpaði mér á endanum að komast inn í hlutverkið,“ segir hún. Strayed segir að samtölin sem hún átti við Witherspoon hafi ekki fjallað mikið um myndina sjálfa. „Við töluðum um líf okkar, æskuna og samböndin okkar, það að vera móðir – allt frá því hversdagslega yfir í hið háleita,“ segir hún. „Það var eitthvað talað um hvernig væri best að binda bakpokann en það var mikilvægara að opna okkur fyrir hvorri annarri.“ Witherspoon segir að bakpokinn hennar hafi verið fylltur af þungu efni til að gera hreyfingar hennar raunverulegri. Breski rithöfundurinn Nick Hornby, sem skrifaði handritið, segir að Wild sé ekki týpísk „chick flick“ eins og þær kallast. „Hún fjallar um sorg, heróínfíkn, lauslæti og það að vera mjög sterk/ur líkamlega og andlega,“ segir Hornby, sem skrifaði meðal annars bækurnar High Fidelity og Fever Pitch. „Þannig að hún er ekki eins og nein „chick flick“ sem ég hef nokkurn tímann séð.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira