Lífið

45 kílóum léttari

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Tom Arnold, 54 ára, er búinn að léttast um rétt rúm 45 kíló síðan í apríl í fyrra. Tom ákvað að taka sér tak og breyta um lífsstíl þegar sonur hans Jax fæddist en hann verður eins árs í apríl næstkomandi.

„Síðustu fimm til tíu kílóin voru ekki eins auðveld og þau fyrstu fimm til tíu. Ég var glaður þegar ég komst niður fyrir níutíu kíló,“ segir Tom sem er 85 kíló í dag. Hann beitti sig miklum aga til að ná þessum árangri.

„Tölur og markmið hvetja mig áfram. Ég skrifa allt niður, þar á meðal tíma, hvað ég brenni mörgum kaloríum og hvað ég næ langt.“ Hann æfir tvisvar á dag í stutta stund í einu og passar það sem hann lætur ofan í sig.

„Ég borða að minnsta kosti fjórum sinnum á dag, bara smærri máltíðir en áður. Ég borðaði alltaf eins og ég væri í átkeppni hér áður fyrr.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.