Lífið

Sjáðu þessa snilld - baðar sig upp úr múslí

Ellý Ármanns skrifar
Kjánaleg auglýsing - eða ekki.
Kjánaleg auglýsing - eða ekki. mynd/youtube
Listamaðurinn Friedrich Liechtenstein, 58 ára, hefur heldur betur slegið í gegn í auglýsingaherferð fyrir verslunarkeðjuna Edeka í Þýskalandi þar sem hann baðar sig upp úr mjólk og múslí og skoppar um stræti Berlínar borgar syngjandi um allt það sem er „ýkt kúl“ eins og vörurnar sem verslunin selur eins og segir í auglýsingunni. Leikarinn sem heitir réttu nafni Hans-Holger Friedrich starfar sem listrænn stjórnandi í leikhúsi í Hansa-hverfinu í Berlín.  Eftir að auglýsingin fór á flug á internetinu fær Liechtenstein ekki frið á götum úti því nú biður unga fólkið hann sífellt um eiginhandaráritanir. Tæpar sjö milljónir hafa gefið sér tíma til að horfa á þessa stórskemmtilegu auglýsingu. 

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.