"Hann er í grunninn frábær sölumaður“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 11:41 Vísir/Getty/Stefán „Hann situr sinn dóm af sér og á þessum tuttugu árum er hann búinn að vera að gera það sem hann gerir best. Að fullkomna þetta sölukerfi sitt og gera það löglega og siðferðislega rétt," sagði Jón Gunnar Geirdal, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnar er að fá Jordan Belfort, sem er betur þekktur sem Úlfurinn á Wall street til að halda fyrirlestur á Íslandi í maí. Jordan Belfort sat í fangelsi í 22 mánuði fyrir að hafa svikið um 200 milljónir dala, tæplega 22,5 milljarðar króna miðað við gengið í dag, af fjárfestum í gegnum fyrirtæki sitt Stratton Oakmont. Honum var einnig gert að greiða helming tekna sinna til fjárfestanna sem hann sveik, að 110 milljónum dala. „Það þarf engum blöðum að fletta um að maðurinn var glæpamaður og alræmdur. Hann segir það manna best sjálfur. Hann sveik fullt af fólki. Hann stofnaði fyrirtæki á Wall street og fékk grimma sölumenn með sér sem sannfærðu fólk um að fjárfesta í lélegum fyrirtækjum og græddi á þessu fleiri og fleiri milljarða,“ sagði Jón Gunnar. „Svo hrundi þessi spilaborg FBI var með hann undir smásjá. Hann náðist, fór í fangelsi og situr þetta af sér. Hann var sektaður um einhverjar 110 milljónir dollara og er búinn að borga einhverjar tíu eða tólf af því held ég.“ „Burtséð frá öllu, þá segir árangurinn sína sögu. Hann kemur allslaus, á ekki neitt, en hann átti allt í heiminum, úr fangelsi og byggir sig upp aftur. Sitt vörumerki, sína ímynd og það sem hann gerir best, sem er að sannfæra fólk og selja. En bara gera það löglega og rétt.“ „Hann er ekki ráðgjafi fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna, Deutshe bank, Royal bank of Scotlan og General electric, út af því að hann var svo fyndinn í partíum árið 1994.“ „Hann er í grunninn frábær sölumaður. Hann gæti kennt Heimi að selja sand í eyðimörkinni og gera það vel. Ef hann er ráðgjafi fyrir öll þessi stóru fyrirtæki sem ég nefndi áðan, þá getur hann verið stórum og smáum fyrirtækjum og einstaklingum hérna heima innan handar og kennt þeim eitthvað,“ sagði Jón Gunnar. Tengdar fréttir Vafasamur Wall Street-úlfur Kvikmyndin The Wolf of Wall Street segir sögu verðbréfasalans fyrrverandi, Jordans Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar á eftirminnilegan hátt. Á tíunda áratugnum tókst Belfort að svíkja ótrúlegar fjárhæðir í gegnum verðbréfafyrirtækið Stratton Oakmont á Wall Street. 18. janúar 2014 07:00 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00 506 blótsyrði á fjórum og hálfri mínútu Talsmátinn í The Wolf of Wall Street er ekki fyrir viðkvæma. 12. janúar 2014 21:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Hann situr sinn dóm af sér og á þessum tuttugu árum er hann búinn að vera að gera það sem hann gerir best. Að fullkomna þetta sölukerfi sitt og gera það löglega og siðferðislega rétt," sagði Jón Gunnar Geirdal, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnar er að fá Jordan Belfort, sem er betur þekktur sem Úlfurinn á Wall street til að halda fyrirlestur á Íslandi í maí. Jordan Belfort sat í fangelsi í 22 mánuði fyrir að hafa svikið um 200 milljónir dala, tæplega 22,5 milljarðar króna miðað við gengið í dag, af fjárfestum í gegnum fyrirtæki sitt Stratton Oakmont. Honum var einnig gert að greiða helming tekna sinna til fjárfestanna sem hann sveik, að 110 milljónum dala. „Það þarf engum blöðum að fletta um að maðurinn var glæpamaður og alræmdur. Hann segir það manna best sjálfur. Hann sveik fullt af fólki. Hann stofnaði fyrirtæki á Wall street og fékk grimma sölumenn með sér sem sannfærðu fólk um að fjárfesta í lélegum fyrirtækjum og græddi á þessu fleiri og fleiri milljarða,“ sagði Jón Gunnar. „Svo hrundi þessi spilaborg FBI var með hann undir smásjá. Hann náðist, fór í fangelsi og situr þetta af sér. Hann var sektaður um einhverjar 110 milljónir dollara og er búinn að borga einhverjar tíu eða tólf af því held ég.“ „Burtséð frá öllu, þá segir árangurinn sína sögu. Hann kemur allslaus, á ekki neitt, en hann átti allt í heiminum, úr fangelsi og byggir sig upp aftur. Sitt vörumerki, sína ímynd og það sem hann gerir best, sem er að sannfæra fólk og selja. En bara gera það löglega og rétt.“ „Hann er ekki ráðgjafi fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna, Deutshe bank, Royal bank of Scotlan og General electric, út af því að hann var svo fyndinn í partíum árið 1994.“ „Hann er í grunninn frábær sölumaður. Hann gæti kennt Heimi að selja sand í eyðimörkinni og gera það vel. Ef hann er ráðgjafi fyrir öll þessi stóru fyrirtæki sem ég nefndi áðan, þá getur hann verið stórum og smáum fyrirtækjum og einstaklingum hérna heima innan handar og kennt þeim eitthvað,“ sagði Jón Gunnar.
Tengdar fréttir Vafasamur Wall Street-úlfur Kvikmyndin The Wolf of Wall Street segir sögu verðbréfasalans fyrrverandi, Jordans Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar á eftirminnilegan hátt. Á tíunda áratugnum tókst Belfort að svíkja ótrúlegar fjárhæðir í gegnum verðbréfafyrirtækið Stratton Oakmont á Wall Street. 18. janúar 2014 07:00 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00 506 blótsyrði á fjórum og hálfri mínútu Talsmátinn í The Wolf of Wall Street er ekki fyrir viðkvæma. 12. janúar 2014 21:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Vafasamur Wall Street-úlfur Kvikmyndin The Wolf of Wall Street segir sögu verðbréfasalans fyrrverandi, Jordans Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar á eftirminnilegan hátt. Á tíunda áratugnum tókst Belfort að svíkja ótrúlegar fjárhæðir í gegnum verðbréfafyrirtækið Stratton Oakmont á Wall Street. 18. janúar 2014 07:00
Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35
Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00
506 blótsyrði á fjórum og hálfri mínútu Talsmátinn í The Wolf of Wall Street er ekki fyrir viðkvæma. 12. janúar 2014 21:45