"Hann er í grunninn frábær sölumaður“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 11:41 Vísir/Getty/Stefán „Hann situr sinn dóm af sér og á þessum tuttugu árum er hann búinn að vera að gera það sem hann gerir best. Að fullkomna þetta sölukerfi sitt og gera það löglega og siðferðislega rétt," sagði Jón Gunnar Geirdal, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnar er að fá Jordan Belfort, sem er betur þekktur sem Úlfurinn á Wall street til að halda fyrirlestur á Íslandi í maí. Jordan Belfort sat í fangelsi í 22 mánuði fyrir að hafa svikið um 200 milljónir dala, tæplega 22,5 milljarðar króna miðað við gengið í dag, af fjárfestum í gegnum fyrirtæki sitt Stratton Oakmont. Honum var einnig gert að greiða helming tekna sinna til fjárfestanna sem hann sveik, að 110 milljónum dala. „Það þarf engum blöðum að fletta um að maðurinn var glæpamaður og alræmdur. Hann segir það manna best sjálfur. Hann sveik fullt af fólki. Hann stofnaði fyrirtæki á Wall street og fékk grimma sölumenn með sér sem sannfærðu fólk um að fjárfesta í lélegum fyrirtækjum og græddi á þessu fleiri og fleiri milljarða,“ sagði Jón Gunnar. „Svo hrundi þessi spilaborg FBI var með hann undir smásjá. Hann náðist, fór í fangelsi og situr þetta af sér. Hann var sektaður um einhverjar 110 milljónir dollara og er búinn að borga einhverjar tíu eða tólf af því held ég.“ „Burtséð frá öllu, þá segir árangurinn sína sögu. Hann kemur allslaus, á ekki neitt, en hann átti allt í heiminum, úr fangelsi og byggir sig upp aftur. Sitt vörumerki, sína ímynd og það sem hann gerir best, sem er að sannfæra fólk og selja. En bara gera það löglega og rétt.“ „Hann er ekki ráðgjafi fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna, Deutshe bank, Royal bank of Scotlan og General electric, út af því að hann var svo fyndinn í partíum árið 1994.“ „Hann er í grunninn frábær sölumaður. Hann gæti kennt Heimi að selja sand í eyðimörkinni og gera það vel. Ef hann er ráðgjafi fyrir öll þessi stóru fyrirtæki sem ég nefndi áðan, þá getur hann verið stórum og smáum fyrirtækjum og einstaklingum hérna heima innan handar og kennt þeim eitthvað,“ sagði Jón Gunnar. Tengdar fréttir Vafasamur Wall Street-úlfur Kvikmyndin The Wolf of Wall Street segir sögu verðbréfasalans fyrrverandi, Jordans Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar á eftirminnilegan hátt. Á tíunda áratugnum tókst Belfort að svíkja ótrúlegar fjárhæðir í gegnum verðbréfafyrirtækið Stratton Oakmont á Wall Street. 18. janúar 2014 07:00 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00 506 blótsyrði á fjórum og hálfri mínútu Talsmátinn í The Wolf of Wall Street er ekki fyrir viðkvæma. 12. janúar 2014 21:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
„Hann situr sinn dóm af sér og á þessum tuttugu árum er hann búinn að vera að gera það sem hann gerir best. Að fullkomna þetta sölukerfi sitt og gera það löglega og siðferðislega rétt," sagði Jón Gunnar Geirdal, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnar er að fá Jordan Belfort, sem er betur þekktur sem Úlfurinn á Wall street til að halda fyrirlestur á Íslandi í maí. Jordan Belfort sat í fangelsi í 22 mánuði fyrir að hafa svikið um 200 milljónir dala, tæplega 22,5 milljarðar króna miðað við gengið í dag, af fjárfestum í gegnum fyrirtæki sitt Stratton Oakmont. Honum var einnig gert að greiða helming tekna sinna til fjárfestanna sem hann sveik, að 110 milljónum dala. „Það þarf engum blöðum að fletta um að maðurinn var glæpamaður og alræmdur. Hann segir það manna best sjálfur. Hann sveik fullt af fólki. Hann stofnaði fyrirtæki á Wall street og fékk grimma sölumenn með sér sem sannfærðu fólk um að fjárfesta í lélegum fyrirtækjum og græddi á þessu fleiri og fleiri milljarða,“ sagði Jón Gunnar. „Svo hrundi þessi spilaborg FBI var með hann undir smásjá. Hann náðist, fór í fangelsi og situr þetta af sér. Hann var sektaður um einhverjar 110 milljónir dollara og er búinn að borga einhverjar tíu eða tólf af því held ég.“ „Burtséð frá öllu, þá segir árangurinn sína sögu. Hann kemur allslaus, á ekki neitt, en hann átti allt í heiminum, úr fangelsi og byggir sig upp aftur. Sitt vörumerki, sína ímynd og það sem hann gerir best, sem er að sannfæra fólk og selja. En bara gera það löglega og rétt.“ „Hann er ekki ráðgjafi fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna, Deutshe bank, Royal bank of Scotlan og General electric, út af því að hann var svo fyndinn í partíum árið 1994.“ „Hann er í grunninn frábær sölumaður. Hann gæti kennt Heimi að selja sand í eyðimörkinni og gera það vel. Ef hann er ráðgjafi fyrir öll þessi stóru fyrirtæki sem ég nefndi áðan, þá getur hann verið stórum og smáum fyrirtækjum og einstaklingum hérna heima innan handar og kennt þeim eitthvað,“ sagði Jón Gunnar.
Tengdar fréttir Vafasamur Wall Street-úlfur Kvikmyndin The Wolf of Wall Street segir sögu verðbréfasalans fyrrverandi, Jordans Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar á eftirminnilegan hátt. Á tíunda áratugnum tókst Belfort að svíkja ótrúlegar fjárhæðir í gegnum verðbréfafyrirtækið Stratton Oakmont á Wall Street. 18. janúar 2014 07:00 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00 506 blótsyrði á fjórum og hálfri mínútu Talsmátinn í The Wolf of Wall Street er ekki fyrir viðkvæma. 12. janúar 2014 21:45 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Vafasamur Wall Street-úlfur Kvikmyndin The Wolf of Wall Street segir sögu verðbréfasalans fyrrverandi, Jordans Belfort, sem Leonardo DiCaprio túlkar á eftirminnilegan hátt. Á tíunda áratugnum tókst Belfort að svíkja ótrúlegar fjárhæðir í gegnum verðbréfafyrirtækið Stratton Oakmont á Wall Street. 18. janúar 2014 07:00
Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35
Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00
506 blótsyrði á fjórum og hálfri mínútu Talsmátinn í The Wolf of Wall Street er ekki fyrir viðkvæma. 12. janúar 2014 21:45