Lögreglustjóri vanhæfur Einar Steingrímsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lögreglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rannsakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverúlanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt réttarfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttarkerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveitingar og önnur starfsskilyrði embættisins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglustjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar