Heltekin af vaxtarrækt og vöðvum: Gerir allt til að ná markmiðum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2014 08:21 Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir hefur frá unga aldri verið gjörsamlega heltekin af vaxtarrækt og vöðvum almennt. Hún á sér þann háleita draum að fá að taka þátt í vaxtarræktarkeppninni Miss Olympia. Í dag er þó útlit fyrir að hún og aðrar konur í heiminum fái aldrei tækifæri til þess að láta þann draum rætast því sú þróun er að eiga sér stað að verið er að fella alfarið niður kvennavaxtarækt.„Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona.“Nú þegar er búið að taka hana út af dagskrá á mótum eins og Arnold Classic, evrópumeistara- og heimsmeistaramótum. Þá hefur hún þegar liðið undir lok hér á Íslandi en flokkurinn var með á dagskrá í hinsta sinn á bikarameistaramóti IFBB sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Ragnhildur segir margar ranghugmyndir í kringum sportið og er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um. „Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona. Og ég hef lent í því að fá neikvæð komment á myndir hjá mér. Að þetta sé ógeðslegt og svona eigi konur ekki að vera,“ segir Ragnhildur. Hún bætir þó við að hið jákvæða vegi upp á móti þessu neikvæða og lætur ekkert stoppa sig.Ragnhildur á sviðinu á síðasta bikarmeistaramóti IFBB í vaxtarækt, sem haldið var fyrir tæpu ári. Ragnhildur keppti þar ein kvenna.Ætlar sér að ná markmiðum sínum Hún segir þó að fólk velti vissulega fyrir sér hvort hægt sé að ná þetta undraverðum árangri án aðstoðar einhvers konar efna, sem og stera. Það skal þó tekið fram að steranotkun er ólögleg á Íslandi, en samkvæmt læknum sem Ísland í dag ræddi við má rekja fjölda dauðsfalla til steranotkunar. „Ég geri það skynsamlega og læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Þannig að ef þú tækir mig og bærir mig saman við einhvern sem er búinn að reykja eða drekka alla sína ævi, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út,“ segir Ragnhildur. „En að vera íþróttamaður sem borðar heilbrigðan mat og hreyfir sig reglulega. Jú, maður notar allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“ Ísland í dag hitti Ragnhildi á dögunum. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Vaxtarræktarkonan Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir hefur frá unga aldri verið gjörsamlega heltekin af vaxtarrækt og vöðvum almennt. Hún á sér þann háleita draum að fá að taka þátt í vaxtarræktarkeppninni Miss Olympia. Í dag er þó útlit fyrir að hún og aðrar konur í heiminum fái aldrei tækifæri til þess að láta þann draum rætast því sú þróun er að eiga sér stað að verið er að fella alfarið niður kvennavaxtarækt.„Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona.“Nú þegar er búið að taka hana út af dagskrá á mótum eins og Arnold Classic, evrópumeistara- og heimsmeistaramótum. Þá hefur hún þegar liðið undir lok hér á Íslandi en flokkurinn var með á dagskrá í hinsta sinn á bikarameistaramóti IFBB sem haldið var í nóvember á síðasta ári. Ragnhildur segir margar ranghugmyndir í kringum sportið og er ósátt með að ekki sé lengur hægt að keppa hér á landi í vaxtarrækt kvenna og kennir fordómum um. „Ég hef lent í því að það komi upp að mér eldri karlmenn sem spyrja mig hvort ég sé karl eða kona. Og ég hef lent í því að fá neikvæð komment á myndir hjá mér. Að þetta sé ógeðslegt og svona eigi konur ekki að vera,“ segir Ragnhildur. Hún bætir þó við að hið jákvæða vegi upp á móti þessu neikvæða og lætur ekkert stoppa sig.Ragnhildur á sviðinu á síðasta bikarmeistaramóti IFBB í vaxtarækt, sem haldið var fyrir tæpu ári. Ragnhildur keppti þar ein kvenna.Ætlar sér að ná markmiðum sínum Hún segir þó að fólk velti vissulega fyrir sér hvort hægt sé að ná þetta undraverðum árangri án aðstoðar einhvers konar efna, sem og stera. Það skal þó tekið fram að steranotkun er ólögleg á Íslandi, en samkvæmt læknum sem Ísland í dag ræddi við má rekja fjölda dauðsfalla til steranotkunar. „Ég geri það skynsamlega og læt fylgjast vel með öllu. Ég er fullkomlega heilbrigð með fullkomlega heilbrigða líkamsstarfsemi. Þannig að ef þú tækir mig og bærir mig saman við einhvern sem er búinn að reykja eða drekka alla sína ævi, ég hugsa að ég myndi koma miklu betur út,“ segir Ragnhildur. „En að vera íþróttamaður sem borðar heilbrigðan mat og hreyfir sig reglulega. Jú, maður notar allar leiðir til að hjálpa sér að ná sínum markmiðum.“ Ísland í dag hitti Ragnhildi á dögunum. Hægt er að sjá viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein