Rífandi stemning á blaðmannafundi RIFF Ellý Ármanns skrifar 17. september 2014 15:00 Það var góð stemmning í Tjarnarbíói í morgun þegar Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, tilkynnti að miðasalan opnaði á morgun, fimmtudaginn 18. september. Atli Bollason, ofurhipster, kynnti fyrirkomulag hátíðarinnar fyrir gestum. Þar kom meðal annars fram að myndir RIFF verða sýndar í fjórum bíóum í ár, það er Bíó Paradís, Háskólabíói, Norræna húsinu og svo Tjarnarbíói.Það var poppað í tilefni dagsins auk þess sem Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandarinn frægi í Mið-Íslandi, sló á létta strengi þegar hann kynnti veglega viðburðir hátíðarinnar. Atli Bollason.Á hátíðinni verða sýndar um yfir 100 myndir, þar af tæplega fimmtíu myndir eftir kvenleikstjóra en um er að ræða leiknar myndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Myndirnar koma víða að úr heiminum m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Grænlandi, Færeyjum, Eþópíu og Úkraínu. Hallfríður Tryggvadóttir og Svava Stefánsdóttir.Hátíðin hefst á bandarísk/íslensku vegamyndinni Land Ho! eftir Martha Stephens og lýkur þann 5. október með sýningu myndarinnar Boyhood í leikstjórn Richard Linklater, en kvikmyndagerðarmaðurinn fylgdist með söguhetjunni í tólf ár. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og þykir kvikmyndalegt þrekvirki.Hrönn Marínósdóttir í viðtali.RIFF er sannkölluð fjölmenningarhátið en myndirnar koma samanlagt frá fjörutíu löndum. Kvikmyndir RIFF í ár fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá trylltu ástarsambandi finnskra vandræðaunglinga yfir í átakanlega lélegt fótboltalið bandarísku Samóaeyjanna. Anna Margrét Björnsson og Valur Grettisson.Meðal annars má finna mynd um einkennilegt líf heiðarlega hrappsins, James Randi, sem hefur einsett sér að fletta ofan af þeim sem þykjast vera með yfirskilvitslega hæfileika. Við skoðum einfalt líf síðustu veiðimanna Badjao ættbálksins og reynum að ráða í dularfullar gátur í þýsku kvikmyndinni Fuglaþingið þar sem dýralífið virðist enduróma heilt tónverk. Hrönn Marínósdóttir, Atli Bollason, Otto Tynes og Valur Gunnarsson.Á RIFF gerast ítalskir menntamenn glæpasnillingar og eþíópísk stúlka þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum í þrúgandi heimi feðraveldisins.Jóhann Alfreið Kristinsson og Hallfríður Tryggvadóttir.Gleðin við völd svo sannarlega.RIFF.is Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira
Það var góð stemmning í Tjarnarbíói í morgun þegar Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, tilkynnti að miðasalan opnaði á morgun, fimmtudaginn 18. september. Atli Bollason, ofurhipster, kynnti fyrirkomulag hátíðarinnar fyrir gestum. Þar kom meðal annars fram að myndir RIFF verða sýndar í fjórum bíóum í ár, það er Bíó Paradís, Háskólabíói, Norræna húsinu og svo Tjarnarbíói.Það var poppað í tilefni dagsins auk þess sem Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandarinn frægi í Mið-Íslandi, sló á létta strengi þegar hann kynnti veglega viðburðir hátíðarinnar. Atli Bollason.Á hátíðinni verða sýndar um yfir 100 myndir, þar af tæplega fimmtíu myndir eftir kvenleikstjóra en um er að ræða leiknar myndir, heimildarmyndir og stuttmyndir. Myndirnar koma víða að úr heiminum m.a. frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Grænlandi, Færeyjum, Eþópíu og Úkraínu. Hallfríður Tryggvadóttir og Svava Stefánsdóttir.Hátíðin hefst á bandarísk/íslensku vegamyndinni Land Ho! eftir Martha Stephens og lýkur þann 5. október með sýningu myndarinnar Boyhood í leikstjórn Richard Linklater, en kvikmyndagerðarmaðurinn fylgdist með söguhetjunni í tólf ár. Myndin hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og þykir kvikmyndalegt þrekvirki.Hrönn Marínósdóttir í viðtali.RIFF er sannkölluð fjölmenningarhátið en myndirnar koma samanlagt frá fjörutíu löndum. Kvikmyndir RIFF í ár fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá trylltu ástarsambandi finnskra vandræðaunglinga yfir í átakanlega lélegt fótboltalið bandarísku Samóaeyjanna. Anna Margrét Björnsson og Valur Grettisson.Meðal annars má finna mynd um einkennilegt líf heiðarlega hrappsins, James Randi, sem hefur einsett sér að fletta ofan af þeim sem þykjast vera með yfirskilvitslega hæfileika. Við skoðum einfalt líf síðustu veiðimanna Badjao ættbálksins og reynum að ráða í dularfullar gátur í þýsku kvikmyndinni Fuglaþingið þar sem dýralífið virðist enduróma heilt tónverk. Hrönn Marínósdóttir, Atli Bollason, Otto Tynes og Valur Gunnarsson.Á RIFF gerast ítalskir menntamenn glæpasnillingar og eþíópísk stúlka þarf að berjast fyrir tilverurétti sínum í þrúgandi heimi feðraveldisins.Jóhann Alfreið Kristinsson og Hallfríður Tryggvadóttir.Gleðin við völd svo sannarlega.RIFF.is
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira