Lífið

Löt eftir giftinguna

Ritstjórn Lífsins skrifar
Saldana segist aldrei hafa verið jafn kærulaus varðandi mataræði og ræktina og núna.
Saldana segist aldrei hafa verið jafn kærulaus varðandi mataræði og ræktina og núna. Vísir/getty
Leikkonan Zoe Saldana segist aldrei hafa verið jafn löt og þetta árið, eða eftir að hún gifti sig síðasta sumar. 

Þetta segir Saldana við tímarit vefverslunarinnar Net-A-Porter, Porter Magazine. Leikkonan segist aldrei hafa verið jafn löt að mæta í ræktina og aldrei hafi hún verið jafn kærulaus varðandi mataræðið eins og síðasta ár. 

Saldana kom öllum á óvart er hún giftist ítalska listamanninum Marco Perego í júní í fyrra eftir aðeins fimm mánaða samband. 

Hún er þessa dagana að kynna nýjustu mynd sína, Guardians of the Galaxy, en fyrrverandi kærasti hennar, leikarinn Bradley Cooper er einnig í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.