Lífið

Banna símanotkun í brúðkaupinu

Ritstjórn Lífsins skrifar
Miklar ráðstafanir fyrir brúðkaup Kim Kardashian og Kanye West.
Miklar ráðstafanir fyrir brúðkaup Kim Kardashian og Kanye West. Vísir/Getty
Enginn gestur í brúðkaupi stjörnuparsins Kim Kardashian og Kanye West fær að vera með símann sinn á sér á meðan á athöfn og veislu stendur.  

Talið er að brúðkaupið fari fram í París þann 24.maí næstkomandi en allur rétturinn af myndum og myndefni frá brúðkaupinu hefur verið seldur sjónvarpsstöðinni E!

Parið er í óða önn að skipuleggja stóra daginn og vilja alls ekki myndir leki á netið eins og gerðist þegar Kanye West bað Kardashian við heilmikið tilstand á hafnaboltavelli í haust. 

Auk símaleysisins þurfa gestir í brúðkaupinu að skrifa undir þar til gerðan samning þar sem þeir lofa að tala ekki um brúðkaupið við fjölmiðla. Brjóti þeir þanna samning geta þeir átt yfir höfði sér kæru. 

Það eru þó tveir gestir sem eru undanskildir þessum reglum parsins og það eru rapparinn Jay Z og Beyonce sem Kanye treystir til að virða þessi mörk. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.