Nýsjá-íslensk aðferð við gjaldtöku Einar Á. E. Sæmundssen skrifar 31. október 2014 07:00 Í stuttri blaðagrein í vor gerði ég grein fyrir aðferðafræði Nýsjálendinga og annarra erlendra þjóðgarðastofnana við gjaldtöku í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Á Nýja-Sjálandi borga þeir aðilar gjald sem selja þjónustu innan slíkra svæða en almenningur greiðir ekki fyrir aðgengi að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Meginatriðið er að ferðaþjónustuaðilar sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi geri samninga við yfirvöld um afnot af þjóðgörðum og friðlýstum svæðum í opinberri eigu og greiða fyrir. Viðbrögð við efni greinarinnar voru almennt jákvæð. Það mætti æra óstöðugan að bæta nýjum hugmyndum um gjaldtöku í opinbera umræðu enda af nógu af taka á síðustu mánuðum. Ég vil leyfa mér að bæta við einni hugmynd undir áhrifum frá fyrrnefndri aðferðafræði á Nýja-Sjálandi. Ég legg til að komið verði upp samræmdri áfangastaðaskráningu fyrir land í eigu ríkis og sveitarfélaga, þjóðgarða, friðlýst svæði og aðra vinsæla áningarstaði ferðamanna í opinberri eigu. Þessir staðir verða skilgreindir sem sérstakir áfangastaðir ferðamanna með kerfi sem heldur utan um fjölda gesta á hvern stað. Þeim sem hafa ferðaskrifstofuleyfi og ferðaskipuleggjandaleyfi verði gert skylt að skila reglulega inn áfangastaðaskráningu til Ferðamálastofu. Slík skráning viðgengst nú þegar á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar en sem dæmi eru þeir sem selja gistingu skyldugir til að senda inn tölur um gistinætur og uppruna ferðamanna til Hagstofunnar.Samræmd gjaldskrá Samræmd hófleg gjaldskrá verður tekin upp í mismunandi verð- og álagsflokkum eftir tegund og eðli svæða. Greitt verður beint til baka til þeirra sem fara með stjórn áfangastaða í samræmi við fjölda ferðamanna sem skráðir eru í ferðir þangað. Ferðamenn borga gjaldið í farmiða ferðarinnar hjá ferðaþjónustuaðilum. Það má hafa þann möguleika opinn að vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu verði með í slíku kerfi. Það getur hentað sumum landeigendum að vilja haga gjaldtöku með slíkum hætti. Eftirlit getur verið í formi tilviljanakennds úrtaks á fjölda ferðamanna og leyfum ferðaþjónustufyrirtækja á áfangastöðum. Þróa mætti stafræna lausn sem tengdist skráningu og úrvinnslu. Á þennan hátt verður til afnotagjald í réttu hlutfalli við fjölda ferðamanna sem ferðaþjónustufyrirtæki fara með á skilgreinda áfangastaði. Það gjald rennur beint og milliliðalaust til svæðanna og nýtist til uppbyggingar, reksturs og sem afgjald fyrir afnot. Meðal stærstu notenda þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar. Með slíkri nálgun axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Ef rukka á ferðamenn á eigin vegum þarf að nota aðrar aðferðir en margar hafa komið fram í umræðunni undanfarna mánuði. Stærsti hluti ferðamanna á eigin vegum er á einkabílum eða bílaleigubílum og fylla þeir bílastæði flestra vinsælla ferðamannastaða. Því væri nærtækast að taka upp stöðumælagjald við fjölförnustu ferðamannastaðina með stærri bílastæðum þar sem slík fjárfesting getur borgað sig. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun náttúruverndarlaga og er nauðsynlegt í þeirri vinnu að skoða vel og skilgreina réttinn til nýtingar lands í atvinnuskyni. Um leið væri hægt að koma á góðu samræmdu kerfi fyrir afnot af sameiginlegri auðlind og stolti allra landsmanna, náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í stuttri blaðagrein í vor gerði ég grein fyrir aðferðafræði Nýsjálendinga og annarra erlendra þjóðgarðastofnana við gjaldtöku í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Á Nýja-Sjálandi borga þeir aðilar gjald sem selja þjónustu innan slíkra svæða en almenningur greiðir ekki fyrir aðgengi að þjóðgörðum og friðlýstum svæðum. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Kanada, Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyfisskyld innan þjóðgarða. Fyrirtækin lúta kröfum og reglum en samhliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opinberri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Meginatriðið er að ferðaþjónustuaðilar sem nýta svæðin í viðskiptalegum tilgangi geri samninga við yfirvöld um afnot af þjóðgörðum og friðlýstum svæðum í opinberri eigu og greiða fyrir. Viðbrögð við efni greinarinnar voru almennt jákvæð. Það mætti æra óstöðugan að bæta nýjum hugmyndum um gjaldtöku í opinbera umræðu enda af nógu af taka á síðustu mánuðum. Ég vil leyfa mér að bæta við einni hugmynd undir áhrifum frá fyrrnefndri aðferðafræði á Nýja-Sjálandi. Ég legg til að komið verði upp samræmdri áfangastaðaskráningu fyrir land í eigu ríkis og sveitarfélaga, þjóðgarða, friðlýst svæði og aðra vinsæla áningarstaði ferðamanna í opinberri eigu. Þessir staðir verða skilgreindir sem sérstakir áfangastaðir ferðamanna með kerfi sem heldur utan um fjölda gesta á hvern stað. Þeim sem hafa ferðaskrifstofuleyfi og ferðaskipuleggjandaleyfi verði gert skylt að skila reglulega inn áfangastaðaskráningu til Ferðamálastofu. Slík skráning viðgengst nú þegar á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar en sem dæmi eru þeir sem selja gistingu skyldugir til að senda inn tölur um gistinætur og uppruna ferðamanna til Hagstofunnar.Samræmd gjaldskrá Samræmd hófleg gjaldskrá verður tekin upp í mismunandi verð- og álagsflokkum eftir tegund og eðli svæða. Greitt verður beint til baka til þeirra sem fara með stjórn áfangastaða í samræmi við fjölda ferðamanna sem skráðir eru í ferðir þangað. Ferðamenn borga gjaldið í farmiða ferðarinnar hjá ferðaþjónustuaðilum. Það má hafa þann möguleika opinn að vinsælir ferðamannastaðir í einkaeigu verði með í slíku kerfi. Það getur hentað sumum landeigendum að vilja haga gjaldtöku með slíkum hætti. Eftirlit getur verið í formi tilviljanakennds úrtaks á fjölda ferðamanna og leyfum ferðaþjónustufyrirtækja á áfangastöðum. Þróa mætti stafræna lausn sem tengdist skráningu og úrvinnslu. Á þennan hátt verður til afnotagjald í réttu hlutfalli við fjölda ferðamanna sem ferðaþjónustufyrirtæki fara með á skilgreinda áfangastaði. Það gjald rennur beint og milliliðalaust til svæðanna og nýtist til uppbyggingar, reksturs og sem afgjald fyrir afnot. Meðal stærstu notenda þjóðgarða og friðlýstra svæða eru ferðaþjónustufyrirtækin sem selja ferðir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjónustunnar. Með slíkri nálgun axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferðamanna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Ef rukka á ferðamenn á eigin vegum þarf að nota aðrar aðferðir en margar hafa komið fram í umræðunni undanfarna mánuði. Stærsti hluti ferðamanna á eigin vegum er á einkabílum eða bílaleigubílum og fylla þeir bílastæði flestra vinsælla ferðamannastaða. Því væri nærtækast að taka upp stöðumælagjald við fjölförnustu ferðamannastaðina með stærri bílastæðum þar sem slík fjárfesting getur borgað sig. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun náttúruverndarlaga og er nauðsynlegt í þeirri vinnu að skoða vel og skilgreina réttinn til nýtingar lands í atvinnuskyni. Um leið væri hægt að koma á góðu samræmdu kerfi fyrir afnot af sameiginlegri auðlind og stolti allra landsmanna, náttúru Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun