Valin af einum stærsta útgefanda heims Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 13:30 Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson Vísir/GVA „Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við. Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við.
Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00