Valin af einum stærsta útgefanda heims Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 13:30 Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson Vísir/GVA „Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við. Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Við reiknum með að vera í jólabókaflóðinu í Frakklandi á næsta ári,“ segja hjónin Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari og Inga Elsa Bergþórsdóttir grafískur hönnuður. Þau voru valin úr stórum hópi til þess að semja bók um Norræna matargerð og menningu. Franska útgáfufyrirtækið Hachette gefur bókina út, en það er fimmti stærsti bókaútgefandi heims. „Þetta verður ekki bara uppskriftabók heldur líka um matarmenningu og lífsstíl þessara þjóða. Við verðum nokkurs konar sendiherrar fyrir Norðurlöndin,“ segir Gísli. Áhugi á norrænni matarmenningu hefur aukist undanfarin ár og eru mörg af bestu veitingahúsum heims í dag á Norðurlöndunum. „Það er mikill áhugi fyrir fersku hráefnunum og hreina landbúnaðinum okkar,“ segir Gísli. Hjónin eru engir nýgræðingar á þessu sviði, en þau hafa áður gefið út fjórar matreiðslubækur. „Við bjuggum í Frakklandi í fimm ár og því þekkjum við vel til Frakka og ástríðu þeirra til matar. Það er mikill heiður fyrir okkur að vera valin til þess að gefa út bók í þessari vöggu matargerðarlistar,“ segir Gísli. Allar uppskriftir búa þau til sjálf ásamt því að taka allar myndir fyrir bókina. „Svona bók hefur mikið ímyndargildi fyrir Ísland þar sem landið er ekki bara náttúran. Menningin er líka merkileg og hráefnin sem við eigum eru einstök,“ segir Inga. Bókin verður gefin út í Frakklandi, Lúxemborg, Belgíu, Sviss og frönskumælandi hluta Kanada. „Frumútgáfan verður á frönsku, en þar sem þetta er mjög stór útgefandi þá er líklegra en ekki að bókin verði þýdd yfir á önnur tungumál,“ segir Gísli. Vinna við bókina hófst fyrir skemmstu, en framundan er mikil rannsóknarvinna. „Svona ferli tekur marga mánuði og við erum þegar byrjuð að safna að okkur efni og útbúa uppskriftir,“ segja þau, og eru að vonum stolt af því að hafa verið valin í þetta stóra verkefni. „Ég veit ekki með framtíðina, en möguleikarnir sem opnast eru gríðarlegir. Þetta er mjög áhugavert og stórt verkefni og það er mjög gefandi að fá að vinna undir verndarvæng svona stórrar útgáfu með flottu fagfólki,“ bætir Inga við.
Tengdar fréttir Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Upplifun í sveitasælunni Hjónin Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson eru listamenn. Um það vitnar meðal annars nýja bókin þeirra Sveitasæla, sem snýst um mat en er þó ekki hefðbundin uppskriftabók heldur miklu frekar upplifunarbók. 2. nóvember 2014 10:00