Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Yfirlögregluþjónn segir ríkislögreglustjóra undirbúa greinargerð til ráðherra vegna kaupa á vopnum sem aukin þörf sé fyrir. Fréttablaðið/GVA Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir nýja stöðu komna upp eftir að Landhelgisgæslan ákvað að skila 250 hríðskotabyssum til Noregs. Að sögn Jóns Bjartmarz er ekki að sinni gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnunum. „Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þar á meðal vopnum. Svari Norðmenn bréfi ríkislögreglustjóra um útvegun á vopnum og öðrum búnaði sem spurt var um í bréfinu verður það skoðað í ljósi svara þeirra,“ segir Jón í svari til Fréttablaðsins.Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Fréttablaðið/VilhelmFram kemur í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að 150 af byssunum 250 hafi verið ætlaðar ríkislögreglustjóra „samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda“. Hinar byssurnar hafi verið til endurnýjunar og viðhalds fyrir Landhelgisgæsluna. Vegna fjárskorts líði oft langur tími á milli þess að vopn og tækjakostur Landhelgisgæslunnar sé endurnýjaður. „Landhelgisgæslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig endurnýjun á vopnakostinum verður háttað. Það er verkefni sem bíður betri tíma og er ekki talið á meðal forgangsmála í rekstrinum. Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar flugu Norðmenn með vopnin hingað til lands án kostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna og enginn kostnaður sé vegna geymslu þeirra. „Verður haft samráð við þá um flutning vopnanna til Noregs við fyrstu hentugleika,“ segir hún.Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi LandhelgisgæslunnarÞá upplýsir upplýsingafulltrúinn að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hafi fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum árum og áratugum. „Raunar er nær öll vopnaeign Landhelgisgæslunnar, 90 prósent, gjafir frá nágrannaþjóðunum sem tekin hafa verið úr notkun hjá þeim. Nú síðast árið 2013 bárust 10 vopn að gjöf frá Norðmönnum. Gert var ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort Norðmenn geri nú kröfu um greiðslu vegna þeirra vopna sem áður voru talin gjafir svarar Hrafnhildur: „Nei, það hefur ekki komið til tals.“Tilfelli þar sem sérsveitin hefur vopnast 2007-2013Ár Tilvik2007 53 2008 48 2009 68 2010 63 2011 63 2012 72 2013 83Heimild: Ríkislögreglustjóri. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir nýja stöðu komna upp eftir að Landhelgisgæslan ákvað að skila 250 hríðskotabyssum til Noregs. Að sögn Jóns Bjartmarz er ekki að sinni gert ráð fyrir fjárveitingum til kaupa á vopnunum. „Það breytir því ekki að þörf lögreglunnar á vopnum er óbreytt og hefur í reynd aukist og er embættið að undirbúa greinargerð til ráðherra um kaup á búnaði, þar á meðal vopnum. Svari Norðmenn bréfi ríkislögreglustjóra um útvegun á vopnum og öðrum búnaði sem spurt var um í bréfinu verður það skoðað í ljósi svara þeirra,“ segir Jón í svari til Fréttablaðsins.Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra.Fréttablaðið/VilhelmFram kemur í svari Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að 150 af byssunum 250 hafi verið ætlaðar ríkislögreglustjóra „samkvæmt beiðni hans til norskra yfirvalda“. Hinar byssurnar hafi verið til endurnýjunar og viðhalds fyrir Landhelgisgæsluna. Vegna fjárskorts líði oft langur tími á milli þess að vopn og tækjakostur Landhelgisgæslunnar sé endurnýjaður. „Landhelgisgæslan hefur ekki tekið ákvörðun um hvernig endurnýjun á vopnakostinum verður háttað. Það er verkefni sem bíður betri tíma og er ekki talið á meðal forgangsmála í rekstrinum. Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar flugu Norðmenn með vopnin hingað til lands án kostnaðar fyrir Landhelgisgæsluna og enginn kostnaður sé vegna geymslu þeirra. „Verður haft samráð við þá um flutning vopnanna til Noregs við fyrstu hentugleika,“ segir hún.Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi LandhelgisgæslunnarÞá upplýsir upplýsingafulltrúinn að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hafi fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum árum og áratugum. „Raunar er nær öll vopnaeign Landhelgisgæslunnar, 90 prósent, gjafir frá nágrannaþjóðunum sem tekin hafa verið úr notkun hjá þeim. Nú síðast árið 2013 bárust 10 vopn að gjöf frá Norðmönnum. Gert var ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli,“ segir Hrafnhildur. Aðspurð hvort Norðmenn geri nú kröfu um greiðslu vegna þeirra vopna sem áður voru talin gjafir svarar Hrafnhildur: „Nei, það hefur ekki komið til tals.“Tilfelli þar sem sérsveitin hefur vopnast 2007-2013Ár Tilvik2007 53 2008 48 2009 68 2010 63 2011 63 2012 72 2013 83Heimild: Ríkislögreglustjóri.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira