Innlent

Brúarfoss sigldi til Eyja

Gissur Sigurðsson skrifar
Átta gámar af sjávarafurðum voru teknir um borð og haldið með þá áleiðis til Reykjavíkur.
Átta gámar af sjávarafurðum voru teknir um borð og haldið með þá áleiðis til Reykjavíkur.
Flutningaskipið Brúarfoss lagði í gær lykkju á leið sína og siglldi til hafnar í Vestmannaeyjum, þar sem átta gámar af sjávarafurðum voru teknir um borð og haldið með þá áleiðis til Reykjavíkur.

Þetta var gert vegna þeirra truflana og tafa á flutningi vegna verkfallsaðgerða undirmanna á Herjólfi, en þjónusta skipsins hefur verið stórskert í hálfan mánuð. Boðað hefur verið til samningafundar í deilunni nú fyrir hádegi, en mikið bar í milli þegar viðræðum var síðast frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×