Innlent

Rúmlega 106 þúsund Íslendingar flugu út

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það sem af er ári hefur ferðum til landsins til útlanda fjölgað um sjö prósent.
Það sem af er ári hefur ferðum til landsins til útlanda fjölgað um sjö prósent. VÍSIR/PJETUR
Fleiri Íslendingar hafa ferðast frá Íslandi nú en á sama tíma í fyrra. Í fyrra hafði ferðum fækkað lítillega í samanburði við fyrstu fjóra mánuði ársins 2012. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista.

Það sem af er ári hefur ferðum til landsins til útlanda fjölgað um sjö prósent. Rúmlega 106 þúsund íslenskir farþegar hafa flogið út samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Aukningin nemur um sjöþúsund manns sem er aðeins meiri fjölgun en varð allt síðasta ár í fjölda íslenskra flugfarþega á Keflavíkurflugvelli.

Af þeim tæplega 95 þúsund farþegum sem innrituðu sig í flug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í apríl voru Íslendingar rúmlega 35 þúsund. Þetta er nokkuð fleiri Íslendingar en á sama tíma í fyrra. Ástæðan mun þó líklega vera sú að páskarnir voru í apríl í ár og brottförum íslenskra flugfarþega fjölgar alla jafna í páskamánuðinum. Á síðasta ári voru páskarnir í mars. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×