Eldur kom upp í gasgrilli á þemadögum nemenda við Fossvogsskóla fyrir hádegi í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn en lítil hætta reyndist á ferðum. Höfðu nemendur verið úti við að baka brauð, sem hluta af þemadögum, þegar kviknaði í grillinu.
