Vildi semja við félag sem hugsaði eins og Kiel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2014 08:15 Öflugur. Aron Pálmarsson er á meðal bestu leikstjórnenda heims þegar hann er heill heilsu. Það hefur hann margsýnt. fréttablaðið/getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira