Vildi semja við félag sem hugsaði eins og Kiel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2014 08:15 Öflugur. Aron Pálmarsson er á meðal bestu leikstjórnenda heims þegar hann er heill heilsu. Það hefur hann margsýnt. fréttablaðið/getty Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla. Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson var í ítarlegu viðtali við þýska blaðið Kieler Nachrichten þar sem hann fór yfir árin sín hjá Kiel. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans rennur út í sumar og gengur í raðir ungverska stórliðsins Veszprem. Aron er á sínu sjötta tímabili hjá Kiel en hann kom til félagsins nítján ára gamall. Hann flutti utan beint frá heimili foreldranna í Hafnarfirði og fyrstu árin voru því lærdómsrík. „Hér þurfti ég að læra að standa á eigin fótum og sjá um allt sjálfur. Þess vegna var þetta rétt skref fyrir mig því hér lærði ég að verða sjálfstæður,“ sagði Aron og bætti við að árin hjá Kiel hafi einnig breytt honum sem leikmanni. „Hér lærði ég hugarfar sigurvegarans,“ segir Aron og rifjar upp samtal sitt við Guðjón Val Sigurðsson, þáverandi liðsfélaga sinn, eftir 29-26 tap gegn Rhein-Neckar Löwen. Liðin voru jöfn að stigum fyrir lokasprettinn í deildinni en Löwen með mun betri markatölu og auðveldari leikjadagskrá. Kiel stóð uppi sem Þýskalandsmeistari eftir ótrúlegar lokaumferðir. „Hann sagði að við yrðum einfaldlega að vinna hvern einasta leik með fimmtán marka mun,“ sagði Aron sem svaraði honum um hæl: „OK. Þá gerum við það.“ Aron segir að sér þyki afar vænt um félagið en segir að það mikla álag sem fylgi því að spila með einu besta liði Þýskalands sé gríðarlega mikið. „Stundum er ég einfaldlega of þreyttur til að fara í bæjarferð til Hamborgar,“ sagði hann en leikmenn liðsins fá fáa frídaga meðan á tímabilinu stendur. Aron hefur þar að auki verið að glíma við meiðsli og því henti honum vel að halda til Ungverjalands, þar sem álagið er minna. „En ég vildi semja við félag sem hugsaði á svipuðum nótum og Kiel,“ sagði Aron sem vildi ekki semja við annað lið í Þýskalandi. PSG og Veszprem hafi komið til greina en hann valdi síðari kostinn. Aron segir að launamál hafi átt þátt í ákvörðun hans en hann vildi þó ekki fara nánar út í þá sálma í viðtalinu. Fram kemur þó í greininni að samkvæmt heimildum blaðsins fái Aron 25 þúsund evrur (3,8 milljónir) í mánaðarlaun en að Kiel hafi boðið honum 20 þúsund. Þar að auki mun félagið sjá um að útvega honum húsnæði og bíl en Kiel lætur leikmenn sína um að sjá um slíka hluti sjálfa. „Ég var spurður hvernig bíl ég vildi fá,“ sagði Aron og bætti við að honum væru tryggð laun út samningstímann þótt hann myndi meiðast. Í Þýskalandi taka tryggingabætur við þegar leikmenn verða fyrir alvarlegum meiðslum. „Það tekur mikið á taugarnar að vera sífellt að glíma við meiðsli,“ sagði Aron sem er að komast aftur af stað eftir fjarveru vegna meiðsla.
Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira