Lífið

Leikur glæpaforingja með kvalalosta

Ugla Egilsdóttir skrifar
Jayden Smith, Jada Pinkett Smith, Willow Smith og Will Smith.
Jayden Smith, Jada Pinkett Smith, Willow Smith og Will Smith.
Jada Pinkett Smith hefur verið ráðin til að leika óþokkann í nýjum sjónvarpsþáttum um Batman sem eiga að heita Gotham. Persónan sem hún á að leika heitir Fish Mooney og er skapheitur glæpaforingi með kvalalosta. Þessir Batmanþættir fjalla um yngri ár Jim Gordon.

Jada Pinkett er gift Will Smith. Þau eiga þrjú börn, og tvö þeirra eru heimsþekkt. Sonur hennar, Jayden Smith, lék í Karate Kid, og dóttir hennar, Willow Smith hefur gefið út nokkur lög, meðal annars lagið Whip My Hair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.