Lífið

Hafa tryggt sér útgáfuréttinn á bók Jóns Gnarr

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bókin hefur fengið titilinn: Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World.
Bókin hefur fengið titilinn: Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World.
Bandaríska forlagið Melville House hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók Jóns Gnarr borgarstjóra.

Jón kom að stofnun Besta flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og vann óvæntan sigur. Hann hefur nú tilkynnt að hann muni hætta öllum afskiptum af stjórnmálum í vor.

Bókin fjallar um hvernig Jón varð borgarstjóri í Reykjavík og hefur fengið titilinn: Gnarr: How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World.

Bókin hefur áður komið út á þýsku.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari bók,“ sagði Kelly Burdick, aðalritstjóri Melville House, í samtali við miðilinn The Bookseller.

„Það eiga allir að geta kosið það besta. Þótt hlutirnir séu fyndnir getur samt sem áður verið ákveðin alvarleiki á bak við þá.“

Bókin verður gefin út í júní á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.