Lífið

Andlát hennar var aldrei raunverulegt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Liam Neeson er í viðtali við fréttamanninn Anderson Cooper í sjónvarpsþættinum 60 mínútum sem sýndur er vestan hafs á sunnudagskvöldið. Í viðtalinu talar hann meðal annars um andlát eiginkonu sinnar Natöshu Richardson sem lést í mars árið 2009 eftir að hún slasaðist alvarlega í skíðaslysi.

"Andlát hennar var aldrei raunverulegt. Það er það eiginlega ekki enn. Það koma tímar heima hjá okkur í New York að ég heyri í hurðinni opnast, sérstaklega fyrstu árin. Ég held enn að ég eigi eftir að heyra í henni í hvert sinn sem ég heyri hurðina opnast," segir Liam en þau Natasha voru gift í fimmtán ár. Liam náði að kveðja hana áður en hún lést.

"Hún var í öndunarvél. Ég fór inn til hennar og sagði henni að ég elskaði hana. Ég sagði: Elskan, þú lifir þetta ekki af, þú rakst höfuðið í. Við höfðum gert samkomulag um að taka vélina úr sambandi ef annað hvort okkar myndi slasast svona illa. Það var það fyrsta sem ég hugsaði," bætir Liam við sem gaf þrjú líffæri eiginkonu sinnar áður en hún andaði í hinsta sinn.

"Hún heldur lífi í þremur manneskjum núna. Ég gaf hjarta hennar, nýru og lifur. Það er frábært. Ég held að hún væri ánægð með það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.