Lífið

"Ég elska konuna mína"

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Körfuboltagoðið Lamar Odom segir í viðtali við tímaritið Us Weekly að hann vonist til að ná að laga hjónaband sitt og raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian.

"Ég elska konuna mína. Hún verður alltaf eiginkona mín, sama hvað," segir Lamar en Khloe sótti um skilnað í desember í fyrra eftir fjögurra ára hjónaband.

"Hver veit? Við vitum ekki hvort skilnaðurinn gengur í gegn. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Ég vona ekki. En hún myndi alltaf vera eiginkona mín þó við myndum skilja," bætir Lamar við. Hann hélt framhjá Khloe og glímdi við vímuefnafíkn á meðan þau voru gift. Hann segir hjónabandið hafa verið það besta sem hafi hent hann.

"Þetta voru bestu ár lífs míns. Að vera kvæntur og að kvænast konu var það mikilvægasta í mínu lífi."

Kannski ná þau að kveikja neistann aftur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.