Lífið

Íslenskur trommuleikur í ungversku myndbandi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Gulli Briem kemur fram í nýju myndbandi sem tekið er upp í kastala í Tata, í Ungverjalandi. Þar leikur hann trommuverk ásamtSzilard Banai sem er einn af þekktustu trommuleikurnum Ungverjalands.

Szilard Banai leikur með Jazz og heimstónlistarsveitinni Djabe. Við höfum þekkst í nokkur ár og hann er gamall Mezzoforte aðdáandi sem leiddi til samstarfs míns við hann. Hann er heilinn á bak við þetta og skrifaði þetta stykki og gerði myndina. Það er meira að koma. Fleiri verk og sólo stykki líka með okkur hvorum um sig,“ segir Gulli um verkið og samstarfið. DVD diskur er væntanlegur með meira efni frá þeim félögum.

Gulli er búsettur í Ungverjalandi en er þó á leiðinni til landsins því hann kemur fram með hljómsveit sinni, Mezzoforte á íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fara 14. mars í Hörpu.

Þá mun Gulli bregða sér í líki Johns Bonham þegar hann leikur á trommur á Led Zeppelin heiðurstónleikum sem fram fara 21. mars í Hörpu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.