Star Trek-stjarna deildi mynd eftir Hugleik og fékk 85 þúsund „læk“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. mars 2014 15:14 Takei deildi skopmynd Hugleiks í gær og uppskar myndin um 85 þúsund „læk“. vísir/getty/gva Bandaríski leikarinn og aðgerðasinninn George Takei deildi skopmynd eftir listamanninn Hugleik Dagssoná Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hefur myndin uppskorið um 85 þúsund „læk“ í kjölfarið. Takei, sem er 76 ára gamall, er áberandi á Facebook og hefur vakið athygli fyrir hárbeitt skopskyn sitt og almennan hressleika. Honum fylgja um 6,3 milljónir manna á Facebook og því er ljóst að teikning Hugleiks hefur glatt marga undanfarin sólarhring. Listamaðurinn tekur athyglinni þó með stóískri ró og segist orðinn vanur vinsældum þessarar tilteknu myndar. „Hún birtist víða og hefur öðlast sitt eigið líf,“ segir Hugleikur, en myndin ber nafnið Anarchy in the UK og vísar þar til frægs lags pönksveitarinnar Sex Pistols. Sýnir hún prúðklæddan Breta afþakka tesopa kurteisislega. „Hún hefur verið krotuð á veggi í Slóvakíu, prentuð á boli í Indónesíu og tattúveruð á húðir um allan heim. Nafnið mitt fylgir sjaldan með og enn síður græði ég eitthvað á því,“ segir Hugleikur sem aðspurður segir þetta líklega sína útbreiddustu skopmynd. Hann segist þó ekki hafa skýringu á vinsældum myndarinnar umfram aðrar. „Ég bara átta mig ekki á þessu. Mér fannst þetta fyndið þegar ég samdi þetta en mér datt ekki í hug að þetta yrði stöngin inn svona víða, og víðar en í Bretlandi. Bretar fíla þetta og mjög margir halda að þetta sé breskur brandari.“Takei ásamt mótleikara sínum í Star Trek.Hugleikur segist halda nokkuð upp á Takei en hann gerði garðinn upphaflega frægan í hlutverki sínu sem persónan Hikaru Sulu í upprunalegu Star Trek-sjónvarpsþáttunum. „Ég fíla Star Trek: The Original Series rosalega vel og Sulu er alls ekki sístur þar. Hann er soldið frábær og búinn að vera frábær í seinni tíð. Hann hefur verið ötull talsmaður samkynhneigðra á sinn einstaka hátt með grínsketsum á netinu.“ Þá segir Hugleikur Takei hafa komið stuttlega við sögu í sjöunda þætti gamanþáttaraðarinnar Hulla, þar sem titilpersónan sagði „Warp speed Mr. Sulu“ og vitnaði þar í Star Trek. En hefur myndbirting Takeis aukið umferð inn á Facebook-síðu Hugleiks? „Mér sýnist eitthvað hafa komið í kjölfarið. Ég er búinn að vera latur á Facebook undanfarið en ég held að það hafi bæst við á milli hundrað og tvö hundruð í dag.“ Post by George Takei. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Bandaríski leikarinn og aðgerðasinninn George Takei deildi skopmynd eftir listamanninn Hugleik Dagssoná Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hefur myndin uppskorið um 85 þúsund „læk“ í kjölfarið. Takei, sem er 76 ára gamall, er áberandi á Facebook og hefur vakið athygli fyrir hárbeitt skopskyn sitt og almennan hressleika. Honum fylgja um 6,3 milljónir manna á Facebook og því er ljóst að teikning Hugleiks hefur glatt marga undanfarin sólarhring. Listamaðurinn tekur athyglinni þó með stóískri ró og segist orðinn vanur vinsældum þessarar tilteknu myndar. „Hún birtist víða og hefur öðlast sitt eigið líf,“ segir Hugleikur, en myndin ber nafnið Anarchy in the UK og vísar þar til frægs lags pönksveitarinnar Sex Pistols. Sýnir hún prúðklæddan Breta afþakka tesopa kurteisislega. „Hún hefur verið krotuð á veggi í Slóvakíu, prentuð á boli í Indónesíu og tattúveruð á húðir um allan heim. Nafnið mitt fylgir sjaldan með og enn síður græði ég eitthvað á því,“ segir Hugleikur sem aðspurður segir þetta líklega sína útbreiddustu skopmynd. Hann segist þó ekki hafa skýringu á vinsældum myndarinnar umfram aðrar. „Ég bara átta mig ekki á þessu. Mér fannst þetta fyndið þegar ég samdi þetta en mér datt ekki í hug að þetta yrði stöngin inn svona víða, og víðar en í Bretlandi. Bretar fíla þetta og mjög margir halda að þetta sé breskur brandari.“Takei ásamt mótleikara sínum í Star Trek.Hugleikur segist halda nokkuð upp á Takei en hann gerði garðinn upphaflega frægan í hlutverki sínu sem persónan Hikaru Sulu í upprunalegu Star Trek-sjónvarpsþáttunum. „Ég fíla Star Trek: The Original Series rosalega vel og Sulu er alls ekki sístur þar. Hann er soldið frábær og búinn að vera frábær í seinni tíð. Hann hefur verið ötull talsmaður samkynhneigðra á sinn einstaka hátt með grínsketsum á netinu.“ Þá segir Hugleikur Takei hafa komið stuttlega við sögu í sjöunda þætti gamanþáttaraðarinnar Hulla, þar sem titilpersónan sagði „Warp speed Mr. Sulu“ og vitnaði þar í Star Trek. En hefur myndbirting Takeis aukið umferð inn á Facebook-síðu Hugleiks? „Mér sýnist eitthvað hafa komið í kjölfarið. Ég er búinn að vera latur á Facebook undanfarið en ég held að það hafi bæst við á milli hundrað og tvö hundruð í dag.“ Post by George Takei.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira