Ekki kasta því góða fyrir róða Ingimar Einarsson skrifar 15. apríl 2014 07:00 Mikið fagnaðarefni er hversu skipulegri stefnumótun og áætlanagerð er nú gert hærra undir höfði í þjóðfélaginu en áður var. Á það ekki aðeins við í atvinnulífinu heldur hafa mikil umskipti orðið hjá hinu opinbera í þessum efnum. Nýlega gaf Stjórnarráð Íslands út sérstaka handbók um stefnumótun og áætlanagerð sem örugglega á eftir að nýtast vel einstökum ráðuneytum. Í heilbrigðismálum hefur verið hefð fyrir langtímastefnumótun og hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra af hólmi á liðnum áratugum. Þannig hefur heilbrigðisáætlun til ársins 2020 verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný áætlun hafi einhver tengsl við fyrri áætlanir og er því nauðsynlegt að gera grein fyrir þróuninni síðustu áratugi.Heilbrigði allra árið 2000 Árið 1977 samþykkti Alþjóðaheilbrigðisþingið ályktunina um „Heilbrigði allra árið 2000“, sem ári síðar lá til grundvallar Alma Ata-yfirlýsingunni, þar sem megináherslan er lögð á grunnþjónustuna. Þessar ályktanir lágu síðan til grundvallar þeim 38 heilbrigðismarkmiðum sem Evrópuríki settu sér árið 1984. Árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um íslenska heilbrigðisáætlun, en hún hlaut ekki samþykki þingsins fyrr en á árinu 1991. Á þeim tíma var lítill skilningur á því að ráðast í gerð heilbrigðisáætlunar og það var ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr. Halfdan Mahler, kom á Heilbrigðisþing á Íslandi árið 1988 að ráðamönnum varð ljóst að þeir yrðu að taka sig á í þessum efnum.Áætlun til 2010 Á tíunda áratugnum var mikil umræða um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Tveimur nefndum var komið á fót. Annars vegar nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum, og hins vegar nefnd sem falið var að endurskoða heilbrigðisáætlunina í samræmi við breytingar á heilbrigðisþjónustu innanlands sem utan. Afraksturinn af þeirri vinnu var ný heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru um leið innleidd mælanleg markmið, þannig að á gildistímabili áætlunarinnar var auðveldara en áður að fylgjast með framvindunni og í lokin meta árangurinn af framkvæmd hennar.Heilsa 2020 Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar aldarinnar og um svipað leyti hófst vinna við gerð nýrrar áætlunar til ársins 2020. Í byrjun var aðallega horft til skýrslu nefndar WHO frá 2008 um félagslega áhrifavalda heilsu og þar næst stefnumörkunar Evrópudeildar WHO í heilbrigðismálum til ársins 2020 (Health 2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að aðildarríkin vinni sérstaklega að bættri heilsu og vellíðan fólks, dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu og tryggi notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir einnig ýtrustu gæðakröfur. Til viðbótar hefur greining ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á íslensku heilbrigðiskerfi verið lögð til grundvallar frekari útfærslu á afmörkuðum verkefnum.Úrbætur Í úttekt Boston Consulting Group var reynt að draga fram megineinkenni heilbrigðiskerfisins og þau borin saman við fyrirkomulag heilbrigðismála í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Erlendu ráðgjafarnir töldu þó að ýmislegt mætti betur fara og hefur þegar verið ráðist í verkefni sem gengur undir heitinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og falla þar undir þjónustustýring, hagræðing í rekstri, greiðsluþátttaka einstaklinga, samtengd rafræn sjúkraskrá o.fl. Vandi heilbrigðiskerfisins er engu að síður mikill og kallar á víðtækar úrbætur og reyndar endurskipulagningu helstu þjónustuþátta. Það verður að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla verður að geta sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsin verða að geta annað flestum verkefnum sínum innan tiltekinna tímamarka. Jafnframt þarf að koma á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kallar óhjákvæmilega á að mótuð verði skýrari heildarsýn og stefnumörkun til lengri tíma. Heilbrigðisáætlunum verður einfaldlega ekki kastað fyrir róða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið fagnaðarefni er hversu skipulegri stefnumótun og áætlanagerð er nú gert hærra undir höfði í þjóðfélaginu en áður var. Á það ekki aðeins við í atvinnulífinu heldur hafa mikil umskipti orðið hjá hinu opinbera í þessum efnum. Nýlega gaf Stjórnarráð Íslands út sérstaka handbók um stefnumótun og áætlanagerð sem örugglega á eftir að nýtast vel einstökum ráðuneytum. Í heilbrigðismálum hefur verið hefð fyrir langtímastefnumótun og hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra af hólmi á liðnum áratugum. Þannig hefur heilbrigðisáætlun til ársins 2020 verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný áætlun hafi einhver tengsl við fyrri áætlanir og er því nauðsynlegt að gera grein fyrir þróuninni síðustu áratugi.Heilbrigði allra árið 2000 Árið 1977 samþykkti Alþjóðaheilbrigðisþingið ályktunina um „Heilbrigði allra árið 2000“, sem ári síðar lá til grundvallar Alma Ata-yfirlýsingunni, þar sem megináherslan er lögð á grunnþjónustuna. Þessar ályktanir lágu síðan til grundvallar þeim 38 heilbrigðismarkmiðum sem Evrópuríki settu sér árið 1984. Árið 1987 var lögð fram þingsályktunartillaga á Alþingi um íslenska heilbrigðisáætlun, en hún hlaut ekki samþykki þingsins fyrr en á árinu 1991. Á þeim tíma var lítill skilningur á því að ráðast í gerð heilbrigðisáætlunar og það var ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr. Halfdan Mahler, kom á Heilbrigðisþing á Íslandi árið 1988 að ráðamönnum varð ljóst að þeir yrðu að taka sig á í þessum efnum.Áætlun til 2010 Á tíunda áratugnum var mikil umræða um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum. Tveimur nefndum var komið á fót. Annars vegar nefnd um forgangsröðun í heilbrigðismálum, og hins vegar nefnd sem falið var að endurskoða heilbrigðisáætlunina í samræmi við breytingar á heilbrigðisþjónustu innanlands sem utan. Afraksturinn af þeirri vinnu var ný heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun markaði að mörgu leyti tímamót því í henni var ekki aðeins varpað fram skýrri framtíðarsýn heldur voru um leið innleidd mælanleg markmið, þannig að á gildistímabili áætlunarinnar var auðveldara en áður að fylgjast með framvindunni og í lokin meta árangurinn af framkvæmd hennar.Heilsa 2020 Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010 rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar aldarinnar og um svipað leyti hófst vinna við gerð nýrrar áætlunar til ársins 2020. Í byrjun var aðallega horft til skýrslu nefndar WHO frá 2008 um félagslega áhrifavalda heilsu og þar næst stefnumörkunar Evrópudeildar WHO í heilbrigðismálum til ársins 2020 (Health 2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla á að aðildarríkin vinni sérstaklega að bættri heilsu og vellíðan fólks, dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu og tryggi notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi, sem er um leið almennt, sanngjarnt og sjálfbært og uppfyllir einnig ýtrustu gæðakröfur. Til viðbótar hefur greining ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group á íslensku heilbrigðiskerfi verið lögð til grundvallar frekari útfærslu á afmörkuðum verkefnum.Úrbætur Í úttekt Boston Consulting Group var reynt að draga fram megineinkenni heilbrigðiskerfisins og þau borin saman við fyrirkomulag heilbrigðismála í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur samanburður sýnir að árangur heilbrigðisþjónustu á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Erlendu ráðgjafarnir töldu þó að ýmislegt mætti betur fara og hefur þegar verið ráðist í verkefni sem gengur undir heitinu Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017 og falla þar undir þjónustustýring, hagræðing í rekstri, greiðsluþátttaka einstaklinga, samtengd rafræn sjúkraskrá o.fl. Vandi heilbrigðiskerfisins er engu að síður mikill og kallar á víðtækar úrbætur og reyndar endurskipulagningu helstu þjónustuþátta. Það verður að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsugæsla verður að geta sinnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni og sjúkrahúsin verða að geta annað flestum verkefnum sínum innan tiltekinna tímamarka. Jafnframt þarf að koma á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kallar óhjákvæmilega á að mótuð verði skýrari heildarsýn og stefnumörkun til lengri tíma. Heilbrigðisáætlunum verður einfaldlega ekki kastað fyrir róða.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun