Lífið

Mæla með Sandberg, Branson og Þorsteini í Plain Vanilla á Instagram

Ellý Ármanns skrifar
Branson, Þorsteinn Baldur og Sandberg eru öll virk á Instagram.
Branson, Þorsteinn Baldur og Sandberg eru öll virk á Instagram.
Viðskiptavefurinn Business Insider mælir með því að fólk fylgist með Þorsteini Baldri Friðrikssyni, stofnanda og framkvæmdastjóra Plain Vanilla, á Instagram. Í nýbirtri grein á miðlinum mælir blaðamaður með 17 manns úr tæknigeiranum sem fólk ætti að fylgjast með á Instagram og er Þorsteinn Baldur þar í hópi með fólki eins og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóra Facebook, Ben Silbermann, stofnanda Pinterest, Kevin Systrom, stofnanda Instagram, Alexis Ohanian, stofnanda Reddit og milljarðamæringnum góðkunna Richard Branson.

Richard Branson er áhugaverður billjóner.
Þorsteinn birti þessa skemmtilegu mynd af börnunum sínum á Instagram.
Þorsteinn sultuslakur á skrifstofunni.
Plain Vanilla stendur á bak við spurningaleikinn vinsæla QuizUp en greint var frá því nýlega að hann væri hraðast vaxandi app sögunnar, að mati markaðs- og tæknigreiningarfyrirtækisins Fiksu. Í byrjun mánaðarins bauðst Android-notendum í fyrsta sinn að ná í leikinn og fyrsta daginn skráðu yfir hundrað þúsund Android-notendur sig sem notendur QuizUp.

Um 150.000 manns bætast nú í hóp QuizUp notenda á degi hverjum og er búist er við að heildarnotendafjöldinn muni tvöfaldast á næstunni, enda er Android með um 79% af markaðshlutdeild á snjalltækjamarkaðinum.

Sandberg berst ötullega fyrir réttindum kvenna - líka á instagram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.