Bara rjómi, engin undanrenna í safninu Þórður Ingi Jónsson skrifar 7. október 2014 11:00 Heillandi hljóð - Reynir segir niðurhalið aldrei hafa heillað sig. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta verður bara rjómi, engin undanrenna,“ segir Reynir Berg Þorvaldsson, stofnandi Reykjavík Record Shop, nýrrar plötubúðar sem bráðum verður opnuð á Klapparstíg 35. Reynir hefur safnað vínylplötum frá fermingaraldri og mun byrja á því að selja eigið safn. „Ég tek safnið mitt og fórna því til að láta drauminn rætast. Ég er með í kringum 2.000 plötur til að byrja með, nokkrar fágætar perlur, t.d. mikið af sjaldgæfu indí-rokki og íslenskum bitum – gömlu íslensku pönki og proggrokki. Það verða margir plötusafnarar sem eiga eftir að finna eitthvað fyrir safnið.“ Búðin mun selja nýjan og notaðan vínyl ásamt nýjum íslenskum geisladiskum. Að sögn Reynis verður Lucky Records á Rauðarárstíg fyrirmyndin, þar sem hann hefur unnið áður og lært ýmislegt. „Fólk er að koma frá útlöndum til að fara í Luckys og mig langar að gera jafn vel. Þetta verður bara smærra í sniðum – lítil kósí plötubúð.“En hvað er það sem heillar við vínyl? Samkvæmt tölfræðinni hefur salan á vínyl aukist til muna á undanförnum árum. „Það er fyrst og fremst hljóðið. Það er einfaldlega miklu flottara og meira heillandi hljóð á vínyl. Síðan er safnaraþáttur í þessu – þú heldur á listaverkinu í höndunum og nýtur þess sem heildar. Vínyllinn er miklu eigulegri, þetta niðurhal hefur aldrei heillað mig.“ Stefnt er á að opna búðina í næstu viku en opnunardagurinn verður tilkynntur á Fésbókarsíðu búðarinnar. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
„Þetta verður bara rjómi, engin undanrenna,“ segir Reynir Berg Þorvaldsson, stofnandi Reykjavík Record Shop, nýrrar plötubúðar sem bráðum verður opnuð á Klapparstíg 35. Reynir hefur safnað vínylplötum frá fermingaraldri og mun byrja á því að selja eigið safn. „Ég tek safnið mitt og fórna því til að láta drauminn rætast. Ég er með í kringum 2.000 plötur til að byrja með, nokkrar fágætar perlur, t.d. mikið af sjaldgæfu indí-rokki og íslenskum bitum – gömlu íslensku pönki og proggrokki. Það verða margir plötusafnarar sem eiga eftir að finna eitthvað fyrir safnið.“ Búðin mun selja nýjan og notaðan vínyl ásamt nýjum íslenskum geisladiskum. Að sögn Reynis verður Lucky Records á Rauðarárstíg fyrirmyndin, þar sem hann hefur unnið áður og lært ýmislegt. „Fólk er að koma frá útlöndum til að fara í Luckys og mig langar að gera jafn vel. Þetta verður bara smærra í sniðum – lítil kósí plötubúð.“En hvað er það sem heillar við vínyl? Samkvæmt tölfræðinni hefur salan á vínyl aukist til muna á undanförnum árum. „Það er fyrst og fremst hljóðið. Það er einfaldlega miklu flottara og meira heillandi hljóð á vínyl. Síðan er safnaraþáttur í þessu – þú heldur á listaverkinu í höndunum og nýtur þess sem heildar. Vínyllinn er miklu eigulegri, þetta niðurhal hefur aldrei heillað mig.“ Stefnt er á að opna búðina í næstu viku en opnunardagurinn verður tilkynntur á Fésbókarsíðu búðarinnar.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið