Söngkonan Mariah Carey breytti texta í laginu Don't Explain, sem Billie Holiday gerði frægt, á tónleikum í Tókíó í Japan um helgina.
Eins og heyrist í hljóðklippu á vefsíðunni TMZ syngur Mariah „I know you cheated, motherfucker“ eða „Ég veit þú hélst framhjá fávitinn þinn“ í staðinn fyrir „And I know you cheat. Right or wrong, don't matter“ eða „Ég veit að þú heldur framhjá. Rétt eða rangt, skiptir ekki máli.“
Þetta hefur valdið því að fjölmiðlar vestan hafs velta nú vöngum yfir því hvort sjónvarpsmaðurinn Nick Cannon hafi haldið framhjá söngkonunni en þau Mariah skildu að borði og sæng fyrir stuttu.
Hélt hann framhjá?

Tengdar fréttir

Missti röddina í Japan - aðdáendur brjálaðir
Söngkonan Mariah Carey veldur vonbrigðum.

"Það eru vandræði í paradís“
Hjónaband Mariuh Carey og Nicks Cannon stendur á brauðfótum.