Hver veldur framtíðinni? Ólafur Páll Jónsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Vertu gerandi í þínu eigin lífi! Ekki vera passífur þiggjandi, ekki leiksoppur umhverfis og kringumstæðna. Ekki snúast eins og vindhani sem tekur nýja stefnu í hvert sinn sem vindurinn skiptir um stefnu. Stattu fyrir eitthvað – eitthvað sem er þitt. En vertu samt ekki þvergirðingur, þumbari, þurs, þykkskinnungur. Ræktaðu líka næmi fyrir kringumstæðum, hlustaðu á aðra, og gefðu þér tíma til að hugsa málið. Þá verður þú einn af lífgjöfum hins lýðræðislega samfélags. Í hruninu haustið 2008 kom í ljós að margir höfðu lifað passífu lífi, höfðu lifað lífi þiggjandans, rekaldsins sem hefur enga stefnu. Og eftir hrunið var sagt að við sem einstaklingar og þjóð þyrftum að vera gagnrýnni, leggja rækt við lýðræðið og breyta siðferðilega. Og nú eru bráðum liðin sjö ár og stóru hugsjónirnar virðast láta á sér standa. Af hverju hefur ekkert raunverulega breyst? spyr fólk. Svarið er í raun einfalt. Svona hlutir breytast ekki auðveldlega og þeir breytast ekki á skömmum tíma. Lýðræði er ekki stundlegt ástand, gagnrýnin hugsun er ekki eiginleiki sem við tileinkum okkur á stuttu námskeiði eða með stundlegu áfalli. Lýðræði og gagnrýnin hugsun varða innsta eðli manneskjunnar, karakterinn og sjálfið. Vilji maður byggja upp lýðræðislegt samfélag, þá verður að huga að þessu. Á Íslandi höfum við reyndar margar stofnanir sem vinna skipulega að þessum undirbúningi. Þessar stofnanir heita skólar – leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og háskólar. Þarna er vermireitur lýðræðisins.Grunnstofnanirnar Þegar talað er um lýðræði er gjarnan horft til Alþingis og býsnast yfir kjaftavaðlinum þar. En það sem gerist á Alþingi er ekki nema brot af lýðræðinu og jafnvel þessi stofnun, svo mikilvæg sem hún er fyrir lýðræðið, hefur lítið að segja ef fólkið sjálft er ekki lýðræðislegt í viðhorfum og athöfnum. Ef fólk almennt er ekki lýðræðislega þenkjandi og býr ekki yfir lýðræðislegum dygðum, þá stoðar lítt að kjósa til þings. Grunnstofnanir lýðræðislegs samfélags eru skólar. Ræktendur lýðræðisins eru ekki þingmenn og lögfræðingar heldur kennarar og foreldrar. Þeir sem vilja helga hugsjóninni um lýðræðislegt samfélag krafta sína, ættu að vinna skipulega að menntun. Samræðuhæfni og samræðuvilji eru sá grunnur sem lýðræðið hvílir á. Hver og einn getur lagt sig fram um að vera nemandi og kennari þessara dygða meðal vina sinna og samferðamanna. Kennurum í skólum og öðrum fagmönnum á sviði uppeldis og menntunar gefst kostur á að gera ræktun þessara eiginleika að ævistarfi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun