Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 14:05 Ýmis efni er hægt að nálgast í gegnum samskiptamiðla. „Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira