Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 14:05 Ýmis efni er hægt að nálgast í gegnum samskiptamiðla. „Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira