Eiturlyf til sölu á Facebook: Lögregla beitir tálbeitum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. september 2014 14:05 Ýmis efni er hægt að nálgast í gegnum samskiptamiðla. „Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
„Virkilega vel blandað og gott kók fyrir helgina! Finnur það á fyrstu línu að þú þarft ekki strax aðra eftir korter, stk er á 15k. Ekki kaupa kók af hverjum sem er, fáðu að smakka það fyrst.“ Þessi skilaboð er að finna á Facebook síðu sem ætluð er til sölu fíkniefna hér á landi. Ýmsa eiturlyfjamarkaði, ef svo má að orði komast, má finna víðsvegar um internetið. Markaðina er meðal annars hægt að nálgast í gegnum Facebook og hefur fjöldi þeirra færst töluvert í vöxt undanfarin ár. Fíkniefni, læknadóp og stera er hægt að nálgast með einföldum hætti . Notendur á síðunum skiptast á upplýsingum og má þar meðal annars finna upplýsingar um seljendur og dreifingu fíkniefnanna. Notendurnir eru á öllum aldri og skipta hundruðum. Símanúmer fylgja flestum færslum.E-töflur til sölu.mynd/skjáskotBreyttir tímar Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir þetta annan veruleika en áður hefur verið. „Það eru jú fleiri sem hafa aðgang að þessu. Kannski eru þetta bara breyttar áherslur, breyttir tímar og nýr veruleiki,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hægt er að finna upplýsingar um fjölmörg hörð fíkniefni sem og kókaín, e-töflur, MDMA og spítt. Þá er jafnframt mikið um læknadóp. Þar á meðal er Rítalín, örvandi lyf skylt amfetamíni, Oxycontin sem hefur róandi og verkjastillandi áhrif og Concerta, örvandi lyf skylt rítalíni og amfetamíni. Þá er mikið um morfínskyld lyf, róandi lyf og svefnlyf. „Er með Ketagon, Tafil retard 1 mg, Tafil 0,5, Kali Mist eðal smókur. Tandurhreinan Súlfa/methablöndu og endist fyrir allan peninginn,“ segir í einni færslunni.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn.vísir/anton brinkBeita tálbeitum og skrá niður upplýsingar Lögregla hefur heimild til þess að beita tálbeitum á síðum sem þessum og að sögn Friðriks Smára hefur lögregla rannsakað nokkur sambærileg mál. Þá er lögreglu heimilt að fylgjast með og skrá upplýsingar um það sem birtist á vefsíðum sem opnar eru almenningi að öllu leyti eða að hluta til. „Mál, þar sem uppruna rannsókna má rekja til samfélagsmiðla, hafa leitt til ákæra í einhverjum tilvikum en án þess þó að það hafi sérstaklega komið fram í atvikalýsingu í ákærum,“ segir Friðrik. Stera má jafnframt finna á ýmsum samskiptamiðlum, en sterar eru ólöglegir hér á landi nema í læknisfræðilegum tilgangi. „Lögreglan hefur, sem endranær samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ýmis úrræði við rannsóknir mála af þessum toga. Um umfang sölu fíkniefna á samskiptasíðum er erfitt að segja. Hægt að fullyrða að umfangið er ekki mikið en fjöldi slíkra „sölusíðna“ hefur þó farið vaxandi síðustu misseri,“ segir Friðrik jafnframt.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira