Lífið

Great Gatsby-þema í brúðkaupinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Raunveruleikastjarnan Snooki giftist unnusta sínum Jionni LaValle á þessu ári. Turtildúfurnar eru búnar að velja þema fyrir stóra daginn.

"Þemað er The Great Gatsby og þemalitirnir eru svartur og gylltur," segir Snooki í viðtali við tímaritið In Touch. Þar vísar hún í eina frægustu skáldsögu heims sem nýverið var kvikmynduð. 

Snooki segist vera búin að velja tvo kjóla fyrir brúðkaupið.

"Allir búast við því að ég verði í glimmeri eða dýramynstri. Þá segi ég: Kannski, ef ég hefði gift mig fyrir fjórum árum. Ég fékk mér fágaðan síðkjól fyrir kirkjuna og kjól með hafmeyjusniði fyrir veisluna."

Snooki og Jionni trúlofuðu sig fyrir tæplega ári síðan en hafa ekki gefið upp hvaða dag þau muni gifta sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.