Hvaða mataræði aðhyllist þú? Marín Manda skrifar 28. febrúar 2014 14:30 María Krista Hreiðarsdóttir María Krista Hreiðarsdóttir, hönnuður hjá kristadesign.is Hún er höfundur bókarinnar Brauð og eftirréttir Kristu og aðhyllist lágkolvetna-mataræðið, LKL. Það gengur út á það að borða meira magn próteina og fitu en kolvetna. Í flestum tilfellum fer hlutfall kolvetna ekki yfir 40% af heildarinntöku hitaeininga.LKL-fæði fyrir vikunaMánudagurMorgunverður: Tvö egg steikt á pönnu í klípu af smjöri, þrjár sneiðar af beikoni og lúka af spínati. Hádegisverður: Nauta- eða svínahakk steikt á pönnu með rifnum piparosti, rjóma og fullum diski af grænu salati með.Kvöldverður: Karrífiskur í sesamraspi með brokkolíklöttum og hvítlaukssósu.Millimál eða eftirréttur: Acai-ofursmoothie, silkiskorin salami með brie-osti, sellerístöng með hnetusmjöri.ÞriðjudagurMorgunverður: Fjögur hrærð egg pískuð saman við 1 dl af rjóma, 1 dl rifinn ostur, gott krydd, t.d. dill, salt og pipar. Dugar fyrir tvo eða einn svangan.Hádegisverður: Örbylgjubolla með smjöri, osti og eggi, eða því áleggi sem hugurinn girnist.Kvöldverður: Kjúklingaborgari, gott salat og einnig valmöguleiki að bera fram í pítu úr baunaprótíni.Millimál eða eftirréttur: Hnetusmjörsbúðingur, sykraðar kanilmöndlur, ½ vanillu-skyr.is með 1 msk. af hindberjasultu.MiðvikudagurMorgunverður: Bulletproof-kaffi, 50 g ósaltað smjör, 1 msk. MCT-olía eða kókosolía og 300 ml af sjóðandi heitu kaffi, ½ tsk. af kanil stráð yfir í lokin er mjög gott. Allt sett í blandara í nokkrar sek. og síðan hellt í uppáhaldsbollann þinn. Hádegisverður: Kjúklingasalat með karríi: 1 grilluð bringa eða tvö læri, 2-3 msk. majónes, 2 sellerístönglar,1 tsk. rifinn engifer, 1 tsk. karrí, 1 vorlaukur, 1 dl jöklasalat, ristaðar möndluflögur, 2 dropar Via Health-stevía, salt og pipar.Kvöldverður: Beikon- og brokkolíbaka.Millimál eða eftirréttur: 10-15 macadamiu-hnetur, avókadó-ís, kókoskurl.FimmtudagurMorgunverður: Kakó-chia-grautur með bláberjum. Hádegisverður: 2-3 ostaklattar, smjörsteiktir sveppir í hvítlauksrjómaostasósu, grænt salat að vild.Kvöldverður: Grískur kjöthleifur með eggaldins- og hvítlauksdillsósu.Millimál eða eftirréttur: Hrökkkex og pestó, blómkálspopp, hnetugott eða nokkrir ostbitar.FöstudagurMorgunverður: Avókadó-egg borin fram með ruccola.Hádegisverður: Roastbeef-loka sem bragðast eins og besti Hlöllabátur.Kvöldverður: Kjötpitsa með áleggi að eigin vali.Millimál eða eftirréttur: Súkkulaðikonfekt, fylltir piparbelgir.LaugardagurMorgunverður: Fyllt egg, skemmtileg tilbreyting og falleg á matarborðið í „brunch“.Hádegisverður: Hampfræ-grillbrauð og gott salat.Kvöldverður: Nautasteik, blómkálsdúllur, hnúðkálsfranskar og bernaise-sósa. Millimál eða eftirréttur: Snakk-Höritos, klessukaka með hindberjum.SunnudagurMorgunverður: Vöfflur með rjóma og hindberjasultu.Hádegisverður: Ommeletta með gæðaskinku frá Pylsumeistaranum Laugalæk og fullt af salati.Kvöldverður: Lambalæri með steiktu brokkolíi, hvítlauksbrauði, rjómalagaðri sveppasósu og salati.Millimál eða eftirréttur: Snickers-bitar, brie-ostur og heimagerð chili-sulta.Sigurbjörg ÁgústsdóttirSigurbjörg Ágústsdóttir einkaþjálfari hjá World Class í Laugum. Sigurbjörg lifir heilsusamlegu lífi og borðar hollt fæði flesta daga. Hún sneiðir hjá unnum matvörum, gosi og sælgæti. Í staðinn mælir hún með hrákökum, dökku súkkulaði og heimatilbúnum hrámolum. Hún borðar sárasjaldan brauð, kartöflur og pasta, drekkur vel af vatni yfir daginn og borðar ekkert eftir kvöldmat.Hreint fæði fyrir vikunaMánudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte.Hádegisverður: Fiskur, grænmeti (veitingastaðurinn í vinnunni – Laugar Café).Millimál 1: Hnetumix (bý til sjálf eða kaupi t.d. frá Heilshugar).Millimál 2: Avókadó og hrökkkex.Kvöldverður: Hnetusteik með sætum kartöflum, brokkolíi og blómkáli.ÞriðjudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte. Hádegisverður Túnfisksalat (Yndisauki) og hrökkkex.Millimál 1: Banani.Millimál 2: Hnetumix og fræ, dökkt súkkulaði.Kvöldverður: Lax, rótargrænmeti og ferskt grænmeti.MiðvikudagurMorgunverður: Próteinsjeik (banani, mangó, engifer, spínat, kókosolía og djús).Hádegisverður: Graskers- og sætkartöflusúpa og hrökkkex með osti.Millimál 1: Harðfiskur.Millimál 2: Heimatilbúinn grænn hristingur (epli, sellerí, spínat, engifer, sítróna, appelsína, mangó).Kvöldverður: Hakk og spagettí.FimmtudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte.Hádegisverður: Fiskur, grænmeti (veitingastaðurinn í vinnunni – Laugar Café)Millimál 1: Rauðrófuhummus á sólkjarnabrauðiMillimál 2: Epli og kotasæla.Kvöldverður: Kjúklingabringur með pestói og villigrjónum, ferskt salat.FöstudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte.Hádegisverður: Hráfæðispitsa og hrákökusneið (veitingastaðurinn í vinnunni – Laugar Café)Millimál 1: Hnetumix.Millimál 2: Hnetufreisting frá Organic og soja-latte.Kvöldverður: Sushi – dökkt súkkulaði.LaugardagurMorgunverður: Jógúrt og múslí – kaffi.Hádegisverður: Eggjaommeletta og brauðsneið með osti (frá Heilsubakaríi Grímsbæ)Millimál 1: Súkkulaðihúðaðar hnetur af hnetubar Hagkaups.Millimál 2: Hrískökur með dökku súkkulaði (frá Sollu).Kvöldverður: Nautalund og pönnusteikt grænmeti, rauðvínsglas.Eftirréttur: Ís með íssósu.SunnudagurMorgunverður: Grænn drykkur.Hádegisverður: Avókadó og hrökkkex.Millimál 1: Hnetumix.Millimál 2: Kaffi og gulrótarkökusneið.Kvöldverður: Cecarsalat með kjúklingabitum.Lukka PálsdóttirLukka Pálsdóttir eigandi veitingastaðarins Happs. Lukka gaf nýverið út bókina 5/2 mataræðið með Lukku. 5/2 mataræðið gengur út á að tvo daga vikunnar er hitaeiningainnihaldi fæðunnar haldið í 500-600 kaloríum en aðra daga heldur fólk sig við sitt hefðbundna mataræði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fasta getur haft margvísleg jákvæð á fólk, bæði þá sem þjást af kvillum sem og þá sem vilja auka almennt heilbrigði sitt og losna við aukakílóin.5:2 fæði fyrir vikunaMánudagurMorgunverður: Bláberja- og súkkulaðihristingur.Hádegisverður: Kjúklingasalat með grilluðu eggaldini, ristuðum graskersfræjum, parmesan og mangódressingu.Snarl: Macadamia-hnetur með ristuðum kókos og þurrkuðum bláberjum.Kvöldverður: Bökuð ýsa í grænu pestói með fetaosti og fersku salati. Eftirréttur: Möndlukaka með hindberjafyllingu.ÞriðjudagurMorgunverður: Hleypt egg með kúrbít og hnetusósu (185 kcal). Vatn, te og kaffi yfir daginn.Kvöldverður: Bakaður lax með chili-sósu og mangó- og paprikusalati (302).MiðvikudagurMorgunverður: Hindberjahafragrautur með eplum og pistasíuhnetum.Hádegisverður: Salat með quinoa, lárperu, sykurbaunum, brokkolíi og kóriander-engifersósu.Snarl: Frískandi banana- og kaffihristingur.Kvöldverður: Rauðvínslegið lambafilet á salatbeði með steiktum sveppum, blómkáli og berjumEftirréttur: Vanillu-kókoskúlur. FimmtudagurMorgunverður: Kotasæla með vínberjum og brasilíuhnetum (158 kcal). Vatn, te og kaffi yfir daginnKvöldverður: Salat Niçoise með túnfiski og eggjum (347 kcal).FöstudagurMorgunverður: Chia-grautur með jarðarberjum, bláberjum og banönum.Hádegisverður: Pönnusteikt blálanga með vínberjum, rauðlauk og miso-sósu.Snarl: Grænmetisstrimlar með bragðsterkum paprikuhummus.Kvöldverður: Pitsa með tómatpestói, hráskinku, steiktu brokkolíi, sveppum og parmesanosti.Eftirréttur: Pekanpæ með grískri jógúrt og sætri hindberjasósu. Venjulegt fæði laugardag og sunnudag. matur Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
María Krista Hreiðarsdóttir, hönnuður hjá kristadesign.is Hún er höfundur bókarinnar Brauð og eftirréttir Kristu og aðhyllist lágkolvetna-mataræðið, LKL. Það gengur út á það að borða meira magn próteina og fitu en kolvetna. Í flestum tilfellum fer hlutfall kolvetna ekki yfir 40% af heildarinntöku hitaeininga.LKL-fæði fyrir vikunaMánudagurMorgunverður: Tvö egg steikt á pönnu í klípu af smjöri, þrjár sneiðar af beikoni og lúka af spínati. Hádegisverður: Nauta- eða svínahakk steikt á pönnu með rifnum piparosti, rjóma og fullum diski af grænu salati með.Kvöldverður: Karrífiskur í sesamraspi með brokkolíklöttum og hvítlaukssósu.Millimál eða eftirréttur: Acai-ofursmoothie, silkiskorin salami með brie-osti, sellerístöng með hnetusmjöri.ÞriðjudagurMorgunverður: Fjögur hrærð egg pískuð saman við 1 dl af rjóma, 1 dl rifinn ostur, gott krydd, t.d. dill, salt og pipar. Dugar fyrir tvo eða einn svangan.Hádegisverður: Örbylgjubolla með smjöri, osti og eggi, eða því áleggi sem hugurinn girnist.Kvöldverður: Kjúklingaborgari, gott salat og einnig valmöguleiki að bera fram í pítu úr baunaprótíni.Millimál eða eftirréttur: Hnetusmjörsbúðingur, sykraðar kanilmöndlur, ½ vanillu-skyr.is með 1 msk. af hindberjasultu.MiðvikudagurMorgunverður: Bulletproof-kaffi, 50 g ósaltað smjör, 1 msk. MCT-olía eða kókosolía og 300 ml af sjóðandi heitu kaffi, ½ tsk. af kanil stráð yfir í lokin er mjög gott. Allt sett í blandara í nokkrar sek. og síðan hellt í uppáhaldsbollann þinn. Hádegisverður: Kjúklingasalat með karríi: 1 grilluð bringa eða tvö læri, 2-3 msk. majónes, 2 sellerístönglar,1 tsk. rifinn engifer, 1 tsk. karrí, 1 vorlaukur, 1 dl jöklasalat, ristaðar möndluflögur, 2 dropar Via Health-stevía, salt og pipar.Kvöldverður: Beikon- og brokkolíbaka.Millimál eða eftirréttur: 10-15 macadamiu-hnetur, avókadó-ís, kókoskurl.FimmtudagurMorgunverður: Kakó-chia-grautur með bláberjum. Hádegisverður: 2-3 ostaklattar, smjörsteiktir sveppir í hvítlauksrjómaostasósu, grænt salat að vild.Kvöldverður: Grískur kjöthleifur með eggaldins- og hvítlauksdillsósu.Millimál eða eftirréttur: Hrökkkex og pestó, blómkálspopp, hnetugott eða nokkrir ostbitar.FöstudagurMorgunverður: Avókadó-egg borin fram með ruccola.Hádegisverður: Roastbeef-loka sem bragðast eins og besti Hlöllabátur.Kvöldverður: Kjötpitsa með áleggi að eigin vali.Millimál eða eftirréttur: Súkkulaðikonfekt, fylltir piparbelgir.LaugardagurMorgunverður: Fyllt egg, skemmtileg tilbreyting og falleg á matarborðið í „brunch“.Hádegisverður: Hampfræ-grillbrauð og gott salat.Kvöldverður: Nautasteik, blómkálsdúllur, hnúðkálsfranskar og bernaise-sósa. Millimál eða eftirréttur: Snakk-Höritos, klessukaka með hindberjum.SunnudagurMorgunverður: Vöfflur með rjóma og hindberjasultu.Hádegisverður: Ommeletta með gæðaskinku frá Pylsumeistaranum Laugalæk og fullt af salati.Kvöldverður: Lambalæri með steiktu brokkolíi, hvítlauksbrauði, rjómalagaðri sveppasósu og salati.Millimál eða eftirréttur: Snickers-bitar, brie-ostur og heimagerð chili-sulta.Sigurbjörg ÁgústsdóttirSigurbjörg Ágústsdóttir einkaþjálfari hjá World Class í Laugum. Sigurbjörg lifir heilsusamlegu lífi og borðar hollt fæði flesta daga. Hún sneiðir hjá unnum matvörum, gosi og sælgæti. Í staðinn mælir hún með hrákökum, dökku súkkulaði og heimatilbúnum hrámolum. Hún borðar sárasjaldan brauð, kartöflur og pasta, drekkur vel af vatni yfir daginn og borðar ekkert eftir kvöldmat.Hreint fæði fyrir vikunaMánudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte.Hádegisverður: Fiskur, grænmeti (veitingastaðurinn í vinnunni – Laugar Café).Millimál 1: Hnetumix (bý til sjálf eða kaupi t.d. frá Heilshugar).Millimál 2: Avókadó og hrökkkex.Kvöldverður: Hnetusteik með sætum kartöflum, brokkolíi og blómkáli.ÞriðjudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte. Hádegisverður Túnfisksalat (Yndisauki) og hrökkkex.Millimál 1: Banani.Millimál 2: Hnetumix og fræ, dökkt súkkulaði.Kvöldverður: Lax, rótargrænmeti og ferskt grænmeti.MiðvikudagurMorgunverður: Próteinsjeik (banani, mangó, engifer, spínat, kókosolía og djús).Hádegisverður: Graskers- og sætkartöflusúpa og hrökkkex með osti.Millimál 1: Harðfiskur.Millimál 2: Heimatilbúinn grænn hristingur (epli, sellerí, spínat, engifer, sítróna, appelsína, mangó).Kvöldverður: Hakk og spagettí.FimmtudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte.Hádegisverður: Fiskur, grænmeti (veitingastaðurinn í vinnunni – Laugar Café)Millimál 1: Rauðrófuhummus á sólkjarnabrauðiMillimál 2: Epli og kotasæla.Kvöldverður: Kjúklingabringur með pestói og villigrjónum, ferskt salat.FöstudagurMorgunverður: Chia-grautur, soja-latte.Hádegisverður: Hráfæðispitsa og hrákökusneið (veitingastaðurinn í vinnunni – Laugar Café)Millimál 1: Hnetumix.Millimál 2: Hnetufreisting frá Organic og soja-latte.Kvöldverður: Sushi – dökkt súkkulaði.LaugardagurMorgunverður: Jógúrt og múslí – kaffi.Hádegisverður: Eggjaommeletta og brauðsneið með osti (frá Heilsubakaríi Grímsbæ)Millimál 1: Súkkulaðihúðaðar hnetur af hnetubar Hagkaups.Millimál 2: Hrískökur með dökku súkkulaði (frá Sollu).Kvöldverður: Nautalund og pönnusteikt grænmeti, rauðvínsglas.Eftirréttur: Ís með íssósu.SunnudagurMorgunverður: Grænn drykkur.Hádegisverður: Avókadó og hrökkkex.Millimál 1: Hnetumix.Millimál 2: Kaffi og gulrótarkökusneið.Kvöldverður: Cecarsalat með kjúklingabitum.Lukka PálsdóttirLukka Pálsdóttir eigandi veitingastaðarins Happs. Lukka gaf nýverið út bókina 5/2 mataræðið með Lukku. 5/2 mataræðið gengur út á að tvo daga vikunnar er hitaeiningainnihaldi fæðunnar haldið í 500-600 kaloríum en aðra daga heldur fólk sig við sitt hefðbundna mataræði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fasta getur haft margvísleg jákvæð á fólk, bæði þá sem þjást af kvillum sem og þá sem vilja auka almennt heilbrigði sitt og losna við aukakílóin.5:2 fæði fyrir vikunaMánudagurMorgunverður: Bláberja- og súkkulaðihristingur.Hádegisverður: Kjúklingasalat með grilluðu eggaldini, ristuðum graskersfræjum, parmesan og mangódressingu.Snarl: Macadamia-hnetur með ristuðum kókos og þurrkuðum bláberjum.Kvöldverður: Bökuð ýsa í grænu pestói með fetaosti og fersku salati. Eftirréttur: Möndlukaka með hindberjafyllingu.ÞriðjudagurMorgunverður: Hleypt egg með kúrbít og hnetusósu (185 kcal). Vatn, te og kaffi yfir daginn.Kvöldverður: Bakaður lax með chili-sósu og mangó- og paprikusalati (302).MiðvikudagurMorgunverður: Hindberjahafragrautur með eplum og pistasíuhnetum.Hádegisverður: Salat með quinoa, lárperu, sykurbaunum, brokkolíi og kóriander-engifersósu.Snarl: Frískandi banana- og kaffihristingur.Kvöldverður: Rauðvínslegið lambafilet á salatbeði með steiktum sveppum, blómkáli og berjumEftirréttur: Vanillu-kókoskúlur. FimmtudagurMorgunverður: Kotasæla með vínberjum og brasilíuhnetum (158 kcal). Vatn, te og kaffi yfir daginnKvöldverður: Salat Niçoise með túnfiski og eggjum (347 kcal).FöstudagurMorgunverður: Chia-grautur með jarðarberjum, bláberjum og banönum.Hádegisverður: Pönnusteikt blálanga með vínberjum, rauðlauk og miso-sósu.Snarl: Grænmetisstrimlar með bragðsterkum paprikuhummus.Kvöldverður: Pitsa með tómatpestói, hráskinku, steiktu brokkolíi, sveppum og parmesanosti.Eftirréttur: Pekanpæ með grískri jógúrt og sætri hindberjasósu. Venjulegt fæði laugardag og sunnudag. matur
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira