Besti bjórinn Ugla Egilsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:00 Hrefna Rósa Sætran. Fréttablaðið/Gva Fréttablaðið fékk nokkra þekkta landsmenn sem eru annálaðir fyrir þróaðan bjórsmekk til þess að segja frá uppáhaldsbjórnum sínum. Flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki haft aldur til að drekka áfengi fyrir 25 árum, og drekka hann því eins og hann hafi aldrei verið bannaður.Hrefna Rósa Sætran kokkur„Ég var aldrei neitt svo hrifin af bjór þar til maðurinn minn stofnaði bjórklúbbinn Humulus Lupulus fyrir nokkrum árum. Sá klúbbur gengur út á það að smakka sem flestar tegundir af bjór hvar sem þú ert í heiminum og spá vel í honum, þ.e.a.s. bragðinu, litnum o.fl. Núna í dag förum við í ÁTVR, kaupum einn af öllu og smökkum öðruvísi bjór saman. Þetta er eins og að borða framandi mat. Skrítið fyrst en svo þróar maður með sér smekk fyrir þessu og í dag er maður kominn dálítið langt með þetta. Til dæmis á jólunum þá keyptum við svona Magnum-bjór frá Mikkeller (sem er einn og hálfur lítri) sem við drukkum með ostunum í staðinn fyrir rauðvín. Mjög góður og kryddaður bjór en uppáhaldsbjórinn er Tripel Karmeliet sem er frá Belgíu. Þetta er hveiti- og bygg -bjór; léttur, mjúkur og dálítið frúttaður.“Ágúst Bent Sigbertsson.Ágúst Bent Sigbertsson rappari „Miðað við hvað ég sötra mikið af þessum guðaveigum er hálfgerð skömm hvað ég er lítið snobbaður þegar kemur að bjór. Eins og flestir Íslendingar panta ég bara bjór á bar án þess að taka fram ákveðna týpu. Boli finnst mér vera skref í rétta átt. Hann rennur ljúft niður en er bragðmeiri og -betri en hefðbundinn ljós lagerbjór. Svo er líka hellingur af alkóhóli í honum (5,6%) og við skulum nú viðurkenna það að ekkert bragð kemst í hálfkvisti við góða vímu.“Ólafur Sindri Ólafsson.Úr einkasafniÓlafur Sindri Ólafsson þýðandi „Ég drekk Guinness. Mér þykir hann ljúffengur. Er hann besti bjór í heimi? Kannski ekki. Til eru fágaðri tegundir. Og þær meira að segja flestar lausar við að fólk finni sig knúið til að segja hluti á borð við: „Er þetta ekki eins og máltíð í glasi?“ og: „Þetta er svo þungt í maga!“ eða: „Ég get nú bara drukkið einn svona!“ ef þú sest niður með svalandi glas af þeim á notalegum pöbb. Ég var ekki að panta mér Guinness til að fræðast um magavandamál þín heldur vegna þess að mig langaði í góðan bjór án þess að þurfa að setja hann á raðgreiðslur.“Hildur Knútsdóttir.Mynd úr einkasafni.Hildur Knútsdóttir rithöfundur „Ég var ekkert rosaleg bjórmanneskja en féll alveg kylliflöt þegar ég flutti til Berlínar og fór að stunda hverfiskrána sem var með svona 30 bjóra á krana og mjög vandvirkan barþjón. Í kjölfarið varð ég agalegur bjórsnobbari og var með mottóið: því dekkri, því betri. En svo drakk ég yfir mig af dökkum bjór, þannig að þessa dagana drekk ég helst ljósan lager úr litlum dósum, því mér finnst alls ekki nógu vel nostrað við kranabjór hér á Íslandi og ég þoli ekki þessar djammkollur sem flestir staðir bera bjórinn fram í. Uppáhaldsbjórinn minn þessa stundina er Egils Gull í litlum dósum. Og minnst uppáhalds er sérhver indian pale ale bjór. Þeir eru beiskir og ógeðslegir og ég hata þá.“ Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Fréttablaðið fékk nokkra þekkta landsmenn sem eru annálaðir fyrir þróaðan bjórsmekk til þess að segja frá uppáhaldsbjórnum sínum. Flestir eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki haft aldur til að drekka áfengi fyrir 25 árum, og drekka hann því eins og hann hafi aldrei verið bannaður.Hrefna Rósa Sætran kokkur„Ég var aldrei neitt svo hrifin af bjór þar til maðurinn minn stofnaði bjórklúbbinn Humulus Lupulus fyrir nokkrum árum. Sá klúbbur gengur út á það að smakka sem flestar tegundir af bjór hvar sem þú ert í heiminum og spá vel í honum, þ.e.a.s. bragðinu, litnum o.fl. Núna í dag förum við í ÁTVR, kaupum einn af öllu og smökkum öðruvísi bjór saman. Þetta er eins og að borða framandi mat. Skrítið fyrst en svo þróar maður með sér smekk fyrir þessu og í dag er maður kominn dálítið langt með þetta. Til dæmis á jólunum þá keyptum við svona Magnum-bjór frá Mikkeller (sem er einn og hálfur lítri) sem við drukkum með ostunum í staðinn fyrir rauðvín. Mjög góður og kryddaður bjór en uppáhaldsbjórinn er Tripel Karmeliet sem er frá Belgíu. Þetta er hveiti- og bygg -bjór; léttur, mjúkur og dálítið frúttaður.“Ágúst Bent Sigbertsson.Ágúst Bent Sigbertsson rappari „Miðað við hvað ég sötra mikið af þessum guðaveigum er hálfgerð skömm hvað ég er lítið snobbaður þegar kemur að bjór. Eins og flestir Íslendingar panta ég bara bjór á bar án þess að taka fram ákveðna týpu. Boli finnst mér vera skref í rétta átt. Hann rennur ljúft niður en er bragðmeiri og -betri en hefðbundinn ljós lagerbjór. Svo er líka hellingur af alkóhóli í honum (5,6%) og við skulum nú viðurkenna það að ekkert bragð kemst í hálfkvisti við góða vímu.“Ólafur Sindri Ólafsson.Úr einkasafniÓlafur Sindri Ólafsson þýðandi „Ég drekk Guinness. Mér þykir hann ljúffengur. Er hann besti bjór í heimi? Kannski ekki. Til eru fágaðri tegundir. Og þær meira að segja flestar lausar við að fólk finni sig knúið til að segja hluti á borð við: „Er þetta ekki eins og máltíð í glasi?“ og: „Þetta er svo þungt í maga!“ eða: „Ég get nú bara drukkið einn svona!“ ef þú sest niður með svalandi glas af þeim á notalegum pöbb. Ég var ekki að panta mér Guinness til að fræðast um magavandamál þín heldur vegna þess að mig langaði í góðan bjór án þess að þurfa að setja hann á raðgreiðslur.“Hildur Knútsdóttir.Mynd úr einkasafni.Hildur Knútsdóttir rithöfundur „Ég var ekkert rosaleg bjórmanneskja en féll alveg kylliflöt þegar ég flutti til Berlínar og fór að stunda hverfiskrána sem var með svona 30 bjóra á krana og mjög vandvirkan barþjón. Í kjölfarið varð ég agalegur bjórsnobbari og var með mottóið: því dekkri, því betri. En svo drakk ég yfir mig af dökkum bjór, þannig að þessa dagana drekk ég helst ljósan lager úr litlum dósum, því mér finnst alls ekki nógu vel nostrað við kranabjór hér á Íslandi og ég þoli ekki þessar djammkollur sem flestir staðir bera bjórinn fram í. Uppáhaldsbjórinn minn þessa stundina er Egils Gull í litlum dósum. Og minnst uppáhalds er sérhver indian pale ale bjór. Þeir eru beiskir og ógeðslegir og ég hata þá.“
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“