Björgum því sem bjargað verður Gunnar Guðbjörnsson skrifar 22. október 2014 07:00 Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun