Björgum því sem bjargað verður Gunnar Guðbjörnsson skrifar 22. október 2014 07:00 Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun