Björgum því sem bjargað verður Gunnar Guðbjörnsson skrifar 22. október 2014 07:00 Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistin úr útvarpsviðtækinu í bílnum, úr tölvunni eða af geislaplötunni verður ekki til í tækjunum. Hún verður til í hjarta og huga fólks sem oftast á langt tónlistarnám að baki. En hver yrðu viðbrögð okkar ef hennar nyti ekki lengur við? Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar. Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga. Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.Rekstrarvandamál Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota. Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun. Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi. Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun