Vegna berbrjóstu uglunnar Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands skrifar 17. október 2014 14:42 Að UGLA megi ekki vera berbrjósta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, meðal annars undirrituðum. Reiknistofa Háskóla Íslands stjórnar UGLU og útliti hennar. Reiknistofan tók þá ákvörðun að birta ekki hönnun Nínu Hjálmarsdóttur og Anítu Bjarkar Jóhannsdóttur Randíardóttur á UGLU-nni á síðasta degi Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands og gáfu fyrir því nokkrar ástæður. Ein þeirra var sú að fjölmargir viðburðir eru í gangi á Jafnréttisdögum og að auglýsa einn þeirra meira en annan þótti í raun ekki sanngjarnt. Önnur röksemdarfærslan var sú að þau óttuðust að myndin myndi særa blygðunarkennd einhverra notenda jafnvel þó að sett yrði tilkynning um listrænt gildi gjörningsins þegar inn á UGLU-na væri komið. Því segist RHÍ leitast við að halda UGLU-nni hlutlausri og fyrir alla. Það er seinni röksemdafærslan sem við setjum spurningarmerki við. Hvers vegna ættu kvenmannsbrjóst að særa blygðunarkennd einhverra notenda? Brjóst eru bara brjóst, eðlilegur líkamshluti sem kemur í öllum stærðum og gerðum og allir eru með, bæði konur og karlar. Afhverju mega ekki konur ganga um berbrjósta alveg til jafns við karla? Talandi um tvöfalda staðla. Flestir, ef ekki allir hafa séð ber kvennmanns brjóst. Þau eru ekkert leyndarmál. Þetta er ótrúleg tímaskekkja, að hylja þurfi ákveðna líkamsparta kvenna en ekki karla. Brjóst eru bara brjóst, eðlilegur líkamshluti sem þarf ekki að vera kynferðislegur frekar en kálfar eða nef. Það sér ekki nokkur maður eitthvað kynferðislegt þegar móðir gefur ungu barni sínu brjóst. Afhverju þurfa ber brjóst án ungabarnsins þá að vera kynferðislegs eðlis? Og afhverju ætti þá ugla með brjóst að vera það? Þetta mál er fáránlegt. Það að geta ekki birt mynd af UGLU með brjóst án þess að búast við uppþoti, ýtir undir þá hugsunarvillu að líkami kvenna sé eitthvað sem þurfi að fela eða skammast sín fyrir. Þetta er angi nauðgunarmenningar sem við eigum að segja skilið við. UGLA á ekki að þurfa að fela brjóst sín eða skammast sín fyrir þau frekar en nokkur annar. Okkur finnst því röksemdarfærsla RHÍ um að UGLA með brjóst kunni að særa blygðunarkennd einhverra vera tímaskekkja og ekki eiga við. Við vonum því að starfsmenn RHÍ sjái að sér og birti myndina seinna í dag. Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Bannað að sýna kvenmannsbrjóst á Jafnréttisdögum “Ég skil þetta ekki. Þetta er mjög saklaus ugla á brjóstunum. Hverja særir hún og hverjir eru það sem kvarta?" 16. október 2014 13:24 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Að UGLA megi ekki vera berbrjósta hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, meðal annars undirrituðum. Reiknistofa Háskóla Íslands stjórnar UGLU og útliti hennar. Reiknistofan tók þá ákvörðun að birta ekki hönnun Nínu Hjálmarsdóttur og Anítu Bjarkar Jóhannsdóttur Randíardóttur á UGLU-nni á síðasta degi Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands og gáfu fyrir því nokkrar ástæður. Ein þeirra var sú að fjölmargir viðburðir eru í gangi á Jafnréttisdögum og að auglýsa einn þeirra meira en annan þótti í raun ekki sanngjarnt. Önnur röksemdarfærslan var sú að þau óttuðust að myndin myndi særa blygðunarkennd einhverra notenda jafnvel þó að sett yrði tilkynning um listrænt gildi gjörningsins þegar inn á UGLU-na væri komið. Því segist RHÍ leitast við að halda UGLU-nni hlutlausri og fyrir alla. Það er seinni röksemdafærslan sem við setjum spurningarmerki við. Hvers vegna ættu kvenmannsbrjóst að særa blygðunarkennd einhverra notenda? Brjóst eru bara brjóst, eðlilegur líkamshluti sem kemur í öllum stærðum og gerðum og allir eru með, bæði konur og karlar. Afhverju mega ekki konur ganga um berbrjósta alveg til jafns við karla? Talandi um tvöfalda staðla. Flestir, ef ekki allir hafa séð ber kvennmanns brjóst. Þau eru ekkert leyndarmál. Þetta er ótrúleg tímaskekkja, að hylja þurfi ákveðna líkamsparta kvenna en ekki karla. Brjóst eru bara brjóst, eðlilegur líkamshluti sem þarf ekki að vera kynferðislegur frekar en kálfar eða nef. Það sér ekki nokkur maður eitthvað kynferðislegt þegar móðir gefur ungu barni sínu brjóst. Afhverju þurfa ber brjóst án ungabarnsins þá að vera kynferðislegs eðlis? Og afhverju ætti þá ugla með brjóst að vera það? Þetta mál er fáránlegt. Það að geta ekki birt mynd af UGLU með brjóst án þess að búast við uppþoti, ýtir undir þá hugsunarvillu að líkami kvenna sé eitthvað sem þurfi að fela eða skammast sín fyrir. Þetta er angi nauðgunarmenningar sem við eigum að segja skilið við. UGLA á ekki að þurfa að fela brjóst sín eða skammast sín fyrir þau frekar en nokkur annar. Okkur finnst því röksemdarfærsla RHÍ um að UGLA með brjóst kunni að særa blygðunarkennd einhverra vera tímaskekkja og ekki eiga við. Við vonum því að starfsmenn RHÍ sjái að sér og birti myndina seinna í dag. Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Bannað að sýna kvenmannsbrjóst á Jafnréttisdögum “Ég skil þetta ekki. Þetta er mjög saklaus ugla á brjóstunum. Hverja særir hún og hverjir eru það sem kvarta?" 16. október 2014 13:24
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar