Hjólað í vasa skattgreiðenda Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. ágúst 2014 11:24 Borgarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík, eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu borgarstjórnar. Á vef Reykjavíkurborgar kemur eftirfarandi fram um starfssvið hópsins: „Hjólaleigur eða Bike Sharing Systems hafa tryggt sér sess í fjölmörgum borgum erlendis þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur. Tilgangur þeirra er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna, á fyrirfram tilgreindum stöðum. Borgarbúar geta tekið hjól á einum stað og skilað því af sér á öðrum stað. Starfshópurinn á að afla upplýsinga um hjólaleigukerfi sem komið hefur verið upp í borgum erlendis og skoða með hvaða hætti slíkum kerfum hefur verið komið á laggirnar í viðkomandi borgum. þ.m.t.; Aðkomu borgaryfirvalda að verkefninu, fjármögnun, rekstri og viðhaldi. Staðsetningu, greiðslumáta og annað fyrirkomulag. Samstarf við einkaaðila um fjármögnun eða beina þátttöku í verkefninu. Skilgreining markhópa og samspil við aðra ferðamáta. Greina hvernig mismunandi hjólaleigukerfi gætu hentað í Reykjavík og eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu og gera tillögur að fyrirkomulagi slíks kerfis. Starfshópurinn á einnig að setja fram drög að kostnaðaráætlun og eða útboðsfyrirkomulagi hjólaleigukerfis í Reykjavík. Miðað er við að starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. nóvember nk.“Ekki grunnþjónusta Nú er ekkert nema gott um það að segja að möguleikar fólks til þess að fara ferða sinna á reiðhjólum innan borgarmarkana aukist. Enda hjólreiðar holl og góð hreyfing. Ég er hins vegar efins um það að borgin ætti að koma að rekstri reiðhjólaleigu sem þessari. Þjónusta sem þessi er ekki grunnþjónusta og því ekki hlutverk borgarinnar að ráðstafa skattfé íbúa borgarinnar í verkefni sem þetta. Hlutverk borgarinnar á að vera það sama og varðandi flesta aðra atvinnustarfsemi, þ.e. að ætla henni stað eða staði í borgarlandinu og bjóða þá staði til kaups eða leigu. Staðir eins og við Lækjartorg, Hlemm, Mjódd, Kringluna og eflaust einhverjir fleiri staðir gætu verið kjörnir fyrir starfsemi sem þessa. Það er eins með þessa starfsemi og alla aðra. Ef eftirspurnin er næg utan hugarheims borgarfulltrúa, þá finnst örugglega einhver sem hefði áhuga á því að reka svona reiðhjólaleigu. Borgin hefði svo tekjur af sölu/leigu á landi undir starfsemina ásamt öðrum tekjum sem borgin hefur af fyrirtækjarekstri í borginni.Óheftur aðgangur að peningum Ef eftirspurnin er ekki næg, er það einboðið að tap verði á rekstrinum, hvort sem hann yrði í höndum borgarinnar eða annarra. Reyndar dytti sjálfsagt engum í hug að fara út í rekstur sem fyrirsjáanlegt tap væri af. Nema þá kannski frjálslyndu sósíalistunum sem stýra borginni þessi misserin og hafa nær óheftan aðgang að annarra manna peningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík, eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu borgarstjórnar. Á vef Reykjavíkurborgar kemur eftirfarandi fram um starfssvið hópsins: „Hjólaleigur eða Bike Sharing Systems hafa tryggt sér sess í fjölmörgum borgum erlendis þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur. Tilgangur þeirra er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna, á fyrirfram tilgreindum stöðum. Borgarbúar geta tekið hjól á einum stað og skilað því af sér á öðrum stað. Starfshópurinn á að afla upplýsinga um hjólaleigukerfi sem komið hefur verið upp í borgum erlendis og skoða með hvaða hætti slíkum kerfum hefur verið komið á laggirnar í viðkomandi borgum. þ.m.t.; Aðkomu borgaryfirvalda að verkefninu, fjármögnun, rekstri og viðhaldi. Staðsetningu, greiðslumáta og annað fyrirkomulag. Samstarf við einkaaðila um fjármögnun eða beina þátttöku í verkefninu. Skilgreining markhópa og samspil við aðra ferðamáta. Greina hvernig mismunandi hjólaleigukerfi gætu hentað í Reykjavík og eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu og gera tillögur að fyrirkomulagi slíks kerfis. Starfshópurinn á einnig að setja fram drög að kostnaðaráætlun og eða útboðsfyrirkomulagi hjólaleigukerfis í Reykjavík. Miðað er við að starfshópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. nóvember nk.“Ekki grunnþjónusta Nú er ekkert nema gott um það að segja að möguleikar fólks til þess að fara ferða sinna á reiðhjólum innan borgarmarkana aukist. Enda hjólreiðar holl og góð hreyfing. Ég er hins vegar efins um það að borgin ætti að koma að rekstri reiðhjólaleigu sem þessari. Þjónusta sem þessi er ekki grunnþjónusta og því ekki hlutverk borgarinnar að ráðstafa skattfé íbúa borgarinnar í verkefni sem þetta. Hlutverk borgarinnar á að vera það sama og varðandi flesta aðra atvinnustarfsemi, þ.e. að ætla henni stað eða staði í borgarlandinu og bjóða þá staði til kaups eða leigu. Staðir eins og við Lækjartorg, Hlemm, Mjódd, Kringluna og eflaust einhverjir fleiri staðir gætu verið kjörnir fyrir starfsemi sem þessa. Það er eins með þessa starfsemi og alla aðra. Ef eftirspurnin er næg utan hugarheims borgarfulltrúa, þá finnst örugglega einhver sem hefði áhuga á því að reka svona reiðhjólaleigu. Borgin hefði svo tekjur af sölu/leigu á landi undir starfsemina ásamt öðrum tekjum sem borgin hefur af fyrirtækjarekstri í borginni.Óheftur aðgangur að peningum Ef eftirspurnin er ekki næg, er það einboðið að tap verði á rekstrinum, hvort sem hann yrði í höndum borgarinnar eða annarra. Reyndar dytti sjálfsagt engum í hug að fara út í rekstur sem fyrirsjáanlegt tap væri af. Nema þá kannski frjálslyndu sósíalistunum sem stýra borginni þessi misserin og hafa nær óheftan aðgang að annarra manna peningum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar