Hjálparstörf við ómanneskjulegar aðstæður Heimir Már Pétursson skrifar 5. ágúst 2014 13:31 vísir/afp/hari/rauði krossinn Skurðhjúkrunarfræðingur á vegum Rauða kross Íslands kom inn á Gaza í morgun þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum á vegum Rauða krossins næstu vikur við nánast ómanneskjulegar aðstæður.Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur kemur til með að starfa með læknateymi alþjóða Rauða krossins. Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands segir að mikið álag sé nú á heilbrigðisstarfsfólki Rauða krossins á Gaza. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fyrir alla sem starfa á Gaza og við höfum séð að sprengjur hafa fallið á sjúkrahús og þær hafa fallið á flóttamannabúðir undanfarna daga,“ segir Þórir. Hins vegar sé þetta ásættanleg áhætta þar sem Ísraelsmenn viti vel hvar starfsmenn Rauða krossins starfa og gista. „Það er ákveðin áhætta sem fylgir því að starfa á stríðssvæði og Elín er vön því. Hún var í suður Súdan fyrr á þessu ári og fer aftur þangað síðar á árinu. Þannig að hún er að vinna sitt starf við þær aðstæður sem þarna eru og þær eru hrikalegar bæði fyrir þá sem eru að hjálpa en ekki síður fyrir það fólk sem þarna býr,“ segir Þórir. En þótt starfsmenn Rauða krossins hafi sloppið til þessa er ekki hægt að segja það sama um starfsmenn systursamtakanna Rauða hálfmánans. Á föstudag urðu sjúkrahús og skrifstofur palestínska Rauða hálfmánans fyrir árásum, en þegar hafa tveir starfsmenn Rauða hálfmánans látið lífið og 40 særst síðan árásirnar hófust á Gaza. „Það er svo mikið annríki þarna að á spítölum sem eru vanir að taka á móti kannski fimm til tíu manns á dag, fá kannski 150 manns eftir erfiða nótt og þurfa að sinna mjög erfiðum skotsárum og sárum eftir sprengjubrot og annað slíkt. Þetta eru auðvitað nánast ómanneskjulegar aðstæður,“ segir Þórir. Hann segir íslenska Rauða krossinn áður hafa aðstoðað Palestínumenn á Gaza og á Vesturbakkanum með því að senda fólk til að þjálfa sjúkraflutningabílstjóra Rauða hálfmánans og síðan sálfræðinga til þjálfunar í áfallahjálp, sérstaklega fyrir börn. „Svo geri ég ráð fyrir því að um leið og óhætt er þurfi gífurlega mikinn sálrænan stuðning við börn á Gaza og við munum taka þátt í því,“ segir Þórir Guðmundsson. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Skurðhjúkrunarfræðingur á vegum Rauða kross Íslands kom inn á Gaza í morgun þar sem hún mun hjúkra stríðssærðum á vegum Rauða krossins næstu vikur við nánast ómanneskjulegar aðstæður.Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur kemur til með að starfa með læknateymi alþjóða Rauða krossins. Þórir Guðmundsson sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands segir að mikið álag sé nú á heilbrigðisstarfsfólki Rauða krossins á Gaza. „Það er auðvitað ákveðin áhætta í því fyrir alla sem starfa á Gaza og við höfum séð að sprengjur hafa fallið á sjúkrahús og þær hafa fallið á flóttamannabúðir undanfarna daga,“ segir Þórir. Hins vegar sé þetta ásættanleg áhætta þar sem Ísraelsmenn viti vel hvar starfsmenn Rauða krossins starfa og gista. „Það er ákveðin áhætta sem fylgir því að starfa á stríðssvæði og Elín er vön því. Hún var í suður Súdan fyrr á þessu ári og fer aftur þangað síðar á árinu. Þannig að hún er að vinna sitt starf við þær aðstæður sem þarna eru og þær eru hrikalegar bæði fyrir þá sem eru að hjálpa en ekki síður fyrir það fólk sem þarna býr,“ segir Þórir. En þótt starfsmenn Rauða krossins hafi sloppið til þessa er ekki hægt að segja það sama um starfsmenn systursamtakanna Rauða hálfmánans. Á föstudag urðu sjúkrahús og skrifstofur palestínska Rauða hálfmánans fyrir árásum, en þegar hafa tveir starfsmenn Rauða hálfmánans látið lífið og 40 særst síðan árásirnar hófust á Gaza. „Það er svo mikið annríki þarna að á spítölum sem eru vanir að taka á móti kannski fimm til tíu manns á dag, fá kannski 150 manns eftir erfiða nótt og þurfa að sinna mjög erfiðum skotsárum og sárum eftir sprengjubrot og annað slíkt. Þetta eru auðvitað nánast ómanneskjulegar aðstæður,“ segir Þórir. Hann segir íslenska Rauða krossinn áður hafa aðstoðað Palestínumenn á Gaza og á Vesturbakkanum með því að senda fólk til að þjálfa sjúkraflutningabílstjóra Rauða hálfmánans og síðan sálfræðinga til þjálfunar í áfallahjálp, sérstaklega fyrir börn. „Svo geri ég ráð fyrir því að um leið og óhætt er þurfi gífurlega mikinn sálrænan stuðning við börn á Gaza og við munum taka þátt í því,“ segir Þórir Guðmundsson.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira