Gott að hafa unga fólkið með í ráðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2014 10:30 Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf inn í bæjarpólitíkina. Fréttablaðið/GVA „Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomulag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrýmist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægðir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipulagsmálin og æskulýðs- og íþróttamálin og hafa náð að breyta vissum hlutum. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bókasafnið eða fá afnot af byggingu skólans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæðar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaunuð.“Nýja nefndarfólkið á NesinuÞað er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningjafræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stundum kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmennahúsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“Þau sitja í nefndum í vetur:Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira
„Ég tel það hafa mikið gildi að ungt fólk sitji nefndarfundi bæjarins. Það er bæði þroskandi fyrir unga fólkið sjálft og hollt fyrir stjórnsýsluna,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, um það fyrirkomulag að ungmenni eigi fulltrúa í öllum stærstu nefndum bæjarins. „Við höfum góða reynslu af því frá því í fyrra og nú tekur nýr hópur við. Þetta samrýmist þeirri lýðræðislegu hugmynd að fá íbúa inn í umræðuna. Allir eru ánægðir með það, bæði formenn nefnda og við í bæjarstjórninni. Ásgerður segir unga fólkið koma með ný viðhorf, til dæmis inn í skipulagsmálin og æskulýðs- og íþróttamálin og hafa náð að breyta vissum hlutum. „Ég get nefnt að í fyrra lagði það fram fyrirspurn í skólanefndinni um hvort möguleiki væri að opna bókasafnið eða fá afnot af byggingu skólans þegar fólk á menntaskólaaldrinum væri í prófum. Það atriði fékk jákvæðar undirtektir og gekk í gegn.“ Nefndarfundir eru ýmist haldnir mánaðarlega eða annan hvern mánuð, misjafnt eftir nefndum. „Það eru átta, níu fundir á ári sem hver og einn situr. Ungmennin hafa verið dugleg að mæta og taka virkan þátt þótt þau séu ólaunuð.“Nýja nefndarfólkið á NesinuÞað er ungmennaráð Seltjarnarness sem skipar í nefndirnar. Ásgerður segir það vera virkt ráð sem hafi til dæmis starfað ötullega að jafningjafræðslu. „Ungt fólk innan bæjarins hefur meðal annars verið í fjögur ár með tölvukennslu fyrir eldri borgara á sumrin og gert það vel. Bakar stundum kökur til að koma með í tíma og útbýr flott skírteini í lok námskeiða. Svo langaði ungmennaráðið að halda áfram að hitta eldra fólkið og nú býður það því til fagnaðarfunda í Ungmennahúsinu eitt kvöld í mánuði til að spila, syngja og dansa.“Þau sitja í nefndum í vetur:Anna Lilja Björnsdóttir og Victor Levi Ferrua Teitsson í íþrótta- og tómstundanefnd, Lillý Óladóttir og Tómas Helgi Kristjánsson í menningarnefnd, Kristján Hilmir Baldursson og Ísak Arnar Kolbeinsson í skipulags- og mannvirkjanefnd, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir og Benedikt Bjarnason í skólanefnd og Victor Levi Ferrua Teitsson og Geir Zoëga í umhverfisnefnd.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Sjá meira