Lífið

„Já, ég prófaði heróín“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Josh hefur snúið við blaðinu.
Josh hefur snúið við blaðinu. Vísir/Getty
Leikarinn Josh Brolin var handtekinn fyrir að vera undir áhrifum vímuefna á almannafæri fyrir rúmlega ári og í kjölfarið slitnaði upp úr hjónabandi hans og leikkonunnar Diane Lane. Hann opnar sig um þennan erfiða tíma í viðtali við The Guardian.

„Þetta fékk mig til að hugsa um fullt af hlutum. Ég sá að ég var á braut tortímingar. Ég vissi að ég þyrfti að breytast og þroskast,“ segir Josh.

„Ég hélt einu sinni að maður þyrfti að prófa allt. En ég held það ekki lengur. Það er fínt að upplifa ævintýri en ímyndunaraflið getur líka komið í staðinn. Ég held að það sé sniðugra og það bjargar manni frá ógöngum,“ bætir Josh við. Hann segist hafa prufað heróín og að hann hafi misst marga vini sem voru haldnir fíkn í efnið.

„Já, ég prófaði heróín. En ég varð aldrei háður því og ég dó ekki sem er gott. Nítján vinir mínir hafa dáið úr því. Flestir af strákunum sem ég ólst upp með eru látnir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.